Húnavaka - 01.05.1981, Page 52
50
HÚNAVAKA
Fæðið var vandað eftir því sem hægt var. Það var alltaf vaninn að
skera svokallað gangnalamb, leitaðar uppi kindur, sem heima voru, og
lamb tekið undan þeim. Menn höfðu þannig nýtt ket vel feitt og það
þótti lúxus í þá daga. Svo var náttúrlega nóg af brauði — bæði
rúgbrauð og hveitibrauð — og svo betra brauð, jólakökur eða þess
háttar, til að hafa með kaffinu. Sumir, einkum utan úr Torfalækjar-
hreppi, höfðu stundum með sér reyktan lax en það var óþekkt i
Svínavatnshreppi en sumir höfðu harðfisk. Nú, svo vitanlega sykur og
smjör og kaffi. Menn höfðu prímusa með, einn í hverju tjaldi, og samið
um það áður en farið var, hver ætti að fara með hann.
Flestir fluttu matinn og búnaðinn í skrínum en einstaka maður átti
klyftöskur, en það þótti hálfgerður lúxus. Eg man eftir því að það voru
svona fimrn til sex klyftöskur í göngurn en afarmikið var um gangna-
skrínur með hallandi loki. Þær voru smíðaðar beint í því augnamiði að
eiga þær í göngur. Einstaka maður hafði bara einhverja poka en það
var þó fátítt. Maturinn fór vel í skrínunum en ef hann var í poka vildi
allt klessast saman. Eiginlega fór maturinn betur í skrínunum en
töskum því þegar töskuhestarnir voru settir í lest og voru að troðast
hver framhjá öðrum vildu brauðin molna.
Þú lentir í miklu hríðinm haustið 1929?
Það var í þriðja sinnið sem ég var í göngunum. Við gistum við
Seyðisá að venju og þegar búið var að losa sig við féð út hjá Kúlukvísl
þá dimmir hann að með hríðarél og fennir þónokkuð um nóttina svo
að það sat á tjöldunum en logn var og lítið frost. Um morguninn var
sums staðar kominn öklasnjór og dimmt yfir. Sigurður, faðir Lárusar á
Tindum, var þá gangaforingi, það var fyrsta eða annað árið sem hann
bjó á Grund. Það var hik á mannskapnum að leggja af stað og beðið
með að útbúa sig. En svo fer að birta dálítið svo að sér norður um
Sandkúlufell og víðar um og þá rjúka allir af stað. Þá er komið
slyddufjúk og bleytir svolítið. Þegar við förum frá Seyðisá, klæðum við
okkur nokkrir í vatnsgallann, sumir fóru að hlægja og sögðu að þetta
væri ekkert nema vitleysa — maður var nú stirður í vatnsfötunum —
en við héldum að það væri þá hægt að fara úr þeim ef stytti upp. En
sumir voru ekki hyggnari en svo að binda vatnsfötin á reiðingshestinn
og skilja við hann í lestinni.
Svo höldum við áfram, en erum ekki komnir nema dálítið út fyrir
Kúlukvísl út á melana þar, þegar hann koldimmir og byrjar að hvessa
á útvestan. Ég var vestarlega í Helgufellinu og fór stundum að safninu