Húnavaka - 01.05.1981, Page 64
Sr. PÉTUR Þ. INGJALDSSON:
Sauðirnir kröfsuðu
fyrir lömbin
Spjallað við Hilmar Árnason á Hofi
um göngur, réttir og fleira.
Það var alltaf tilhlökkunarefni að fara í göngur. Gangnasunnudag-
urinn eins og kallað var, hann var undanfari gangnanna og fylgdi
honum mikil tilhlökkun.
Það var verið í heyi þennan umrædda sunnudag þegar ég átti að
fara í mínar fyrstu göngur. Þá var lítið um heimasmölun og innrekst-
ur, enda var ekki hægt að hafa féð annars staðar en á túni, því að
hvergi var komin hagagirðing. Svo rann upp hinn langþráði mánu-
dagsmorgunn í 22. viku sumars, sem þá var lögboðinn gangnadagur.
Föstudagurinn i 23. viku sumars var seinni gangnadagur.
Þennan mánudagsmorgun var eins og venjulega vaknað snemma,
löngu áður en birta tók. Svo fóru menn að tínast að, fyrst þeir sem
austastir voru. Eg var þriðji maður austan frá og átti að taka hesta
þeirra félaga minna, sem voru austan við mig, á Ásbúðnaseli. Þegar ég
var kominn þangað var orðið frílega sauðljóst, en ekki fullbjart og var
mér í mun að ná þeim þar, áður en þeir skildu við hestana svo að mér
yrði ekki leit að þeim. Ég teymdi hestana vestur yfir Mánavíkurflóann
vestur í Víknasel sem kallað var. Þarna var krökkt af seljum og óvíða
jafn mörg sel á svo litlu svæði. Mánavíkursel er gegnt Ásbúðnaseli í
Mánavíkurflóanum og Víknasel skammt vestan við Mánavíkurfló-
ann, þegar kemur vestur yfir Urðarhaft, austan Selflóa. Fremst í
Selflóanum er svo sel sem heitir Björnssel.
Ekki var nú tekið það fé sem næst var sjónum, enda ekki orðið það
bjart þá, en það var farið að smala þegar maður var kominn fram fyrir
Kjörvalsselin sem eru rétt neðan við Mánavíkurflóann. Þar hjá er
Kjörvalshaugur. Þar segja menn að víkingurinn Kjörvalur sé heygður