Húnavaka - 01.05.1981, Page 65
HÚNAVAKA
63
í skipi sínu, átti það að vera á hvolfi. Þessi haugur lítur út eins og þar
hafi verið skipi hvolft og er óvenjuvíðsýnt af honum. Allt fé sem fyrir
manni varð úr því var síðan tekið frameftir. Björnssel er framan við
\?íknasel, kortérsgangur á milli og Háurð austur af því. í sumum af
þessum seljum er sagt að hafi verið búseta hér áður fyrr. Háurðin hefur
það sérkenni yfir aðrar stórurðir í Skagahreppi að þar eru víða geysi-,
stórir steinar, sléttar hellur að ofan og sprungur á milli misvíðar. 1
þessari Háurð er tjörn, hringlaga, og er alltaf í henni svipuð vatnshæð.
Ekki veit ég dýpið í henni en hún er græn eins og sjór á að líta. Næst er
komið fram að vötnum sem heita Ölfusvatn, sem sýslumörkin liggja
yfir, og Gegnisvötn. Átti ég að vera þar á varðbergi, mátti ekki verða á
undan þeim sem austar voru, vegna þess að féð gat runnið með
vötnunum vestur, en ég átti að setja það fram fyrir Þorgeirsvatnið og
fram í Leynibrekkurnar og hafa það á undan mér. Fara svo öðru hvoru
upp í urðirnar sem liggja austan Leynibrekknanna og fram með
Tangavatni og Tangavatnstjörn og þá er komið á gangnatakmörkin.
Það merkilega við þetta er að heimalöndin ná þarna fram og lengra
HILMAR ÁRNASON, bóndi á Hofi er
fæddur 2. október 1910 i Víkum á Skaga,
voru foreldrar hans Árni Guðmundsson
og kona hans Anna Tómasdóttir, Vík-
um. Hilmar er kvæntur Aðalheiði
Magnúsdóttur frá Skeggjastöðum í Skagahreppi. Þau bjuggu 7 ár i Vikum, en
hafa búið á Hofi i 36 ár. Hilmar Árnason er eins og hann á kyn til manna
hagastur, hinn besti smiður og ágætur bóndi. Þau hjón eru vinir heilagrar
kirkju og gestrisin. Er kirkjugestum á Hofi vel fagnað á helgum dögum.