Húnavaka - 01.05.1981, Page 67
HÚNAVAKA
65
bæði Gullkeldan og keldan skammt upp af Ósrétt, en hún stóð niður
við mölina rétt við sjó norðan Ósbæjar.
Var nú gengið að því að kanna safnið, hvort ómörkuð lömb væru í
því og hófst svo innreksturinn. Þó var nú svo að ekki var neðsti maður
að utan kominn. Þegar búið var að reka í réttina var farið að ráðgast
um hvað tefði hann, en í þann mund sést til hans á Landsenda þar sem
hann kemur með stærðar hóp á undan sér, líklega svona 300 fjár, því
að það hafði verið margt með sjónum. Fóru tveir til þrír menn að
hjálpa honum inn með Mölunum. Þegar hann kom inn í réttina var
hann spurður að því hvað hefði tafið hann. Hann sagðist hafa séð þrjár
kindur yfir í Austurnúp og farið að sækja þær. „Fórstu að sækja þrjár
kindur“, sagði einhver við hann. „Og hvað átti ég að gera, átti ég að
skilja féð eftir fyrst ég sá það“. Svo var hafinn fjárdráttur þarna og
vildi fljótt troðast upp í réttinni. Menn voru grunnskóaðir því að allir
voru á skinnskóm utan einn bóndinn sem var í leðurstígvélum. Það var
lika til sérkenna hjá honum að hann kallar upp og spyr — „hvar eru
nú mínir menn“? Hann hafði átt tvo menn í göngum og hafði hvor-
ugur enn komið til dráttar, en hann var eini bóndinn sem ekki snerti á
því að draga fé, en stóð við dilksdyr og athugaði um leið og dregið var
að rétt væri dregið. Var þetta Sigurður Árnason í Höfnum. Drætti var
nú hraðað en safnið passað af mönnum, því að þarna var enginn girtur
hagi í kring og úrtíningur varð að komast sem fyrst til Landsenda-
réttar. Þangað átti hann að ganga og það sem ekki dróst þar upp átti
að rekast til Tunguréttar, sem var skilarétt Vindhælishrepps.
Það var mikill munur þegar Klittaréttin var byggð eða Tjarnarrétt,
sem ýmist var kölluð þessum nöfnum, því að þá styttist ofanrekstrar-
leiðin og torfæruflóinn var aflagður líka. Tjarnarréttin mun hafa verið
byggð um 1925-26 og var hún notuð til 1977. Þá var byggð rétt fyrir
Skagahrepp, Fossárrétt. Áður hafði Tjarnarrétt verið aukarétt og
Hofsrétt, sem byggð var 1946, skilarétt hreppsins. I raun og veru var
gengið að fjórum réttum af landi Skagahrepps. Svo nokkuð hefur verið
um sviptingar í réttarbyggingum og tilfærslur á réttum afréttarpen-
ings á þessu tímabili.