Húnavaka - 01.05.1981, Page 69
HÚNAVAKA
67
í lofti segir Vilhjálmur að nú sé tækifæri til að sleppa lömbunum því
að þá geti verið að stabbinn endist ef þetta verði góð hláka. Það stóð í
þófi um þetta í tvo daga áður en þessu var framgengt og lömbunum
sleppt vestur af sauðhúsi. Sauðhús þetta var um miðjar Grænur sem er
dýjaklasi vestan við Geitakallsána. Við ána lágu sauðirnir við fjöru í
sandi, sem þeir þíddu undan sér og mátti telja bælin þeirra í sandinum
á morgnana er þeir stóðu upp. Lömbunum var beitt með sauðunum
og hlákan reyndist drjúglöng og ekki gerði þær hríðar að lömbin væru
tekin eftir þetta.
Sauðir voru venjulegast rúnir um fardagaleytið og þá var talað um
það af sumum, að gemlingarnir væru ekki rýjandi, en Vilhjálmur var
ekki alveg á því, hann sagði að þeir hefðu grætt á því að þeim hefði
verið sleppt þarna um veturinn og töðubríkin hefði aldrei farið í þá.
Þegar farið var að reka þá að húsunum með sauðunum þá kom það
fram að það var síst minni framför í þeim en þó þeir hefðu verið
töðualdir inni allan veturinn, því að hornahlaupin voru orðin svo
mikil að það virtust nú frekar vera ærhorn á þeim sumum heldur en
gemlingshorn og reyfið alveg í hólk utan á þeim.
Þetta var upphafið á að lömbin gengu úti í góðviðriskaflanum milli
1920 og 1940 og best fannst mér það ganga meðan sauðirnir voru með
þeim, en þeim fór fækkandi eftir 1930. Það var talið ágætt að hafa eitt
lamb á sauð, en þau voru yfirleitt fleiri, því að þeir voru undir 1930
ekki orðnir nema tæpir 80, en lömbin oft um 100. Miðað við það að
hafa þau ekki mikið fleiri en sauðina var talið gott á krafsjörðinni að
sauðirnir kröfsuðu oft ofanaf fyrir þau og svo kom lamb þegar sauð-
urinn var búinn að brjóta og þeir voru þá ekkert komnir upp á það að
vera á sömu þúfunni og færðu sig þá til og brutu sér gat á næstu þúfu
eða annars staðar og þannig hjálpuðu þeir til á þeim tíma þegar
krafsjörðin var. Þessu var alla tíð skipt í sundur þegar kom fram að
áramótum og ærnar teknar og hleypt til þeirra, en sauðum og lömbum
haldið vestur með sjó. Þar var aðstaða til að gefa lömbum ef ekki var
rekið til jarðar annars var þeim ekki að venju sýnt hey. Það var ekki
talið þurfa, vegna þess hvað þau fóru vel að meðan sauðirnir voru
þeirra forsjá. Skemmtilegt var oft að sjá þessa sauðahópa. Ég man eftir
sauð sem var hvítur og tók oft sprett þegar maður kom að honum og
svo stansaði hann og sneri sér við og þá fóru þeir allir aftur fyrir hann
og stóðu fyrir aftan hann, og horfðu til manns. Svo þegar hann hafði
tekið sínar ákvarðanir þá var það stundum að hann gekk til baka, sneri