Húnavaka - 01.05.1981, Page 70
68
HÚNAVAKA
sér í gegnum hópinn og þeir viku þá fyrir honum. Þá tók hann
sprettinn á undan þeim og þeir á eftir. Þægur var hann að jafnaði þessi
sauður því að hann hafði auðsjáanlega það mikið vit að hann hagaði
sýnilega sinni stefnu eftir því hvernig færi maður gaf honum á að haga
sinni framrás. Oft var það að hann passaði sauðina undan hríð að sjó.
Svo gat það komið fyrir að ef þeir tóku sig út úr lömbunum þá voru
þeir mikið í hóp, þó var einstöku sauður sem fylgdi lömbunum eftir.
Varla kom fyrir að þeir leituðu í hús að vetri. Eg man eftir því undir
hríðar að þessi forustusauður skilaði sér ekki að sjó og mátti þá telja
víst að hann héldi sig upp að svokölluðum Strompum, eru það stand-
klettar á Götunúpnum miðjum gegnt Geitakallsvötnunum og þar var
hann þegar stormur var. Hann stóð yfir Strompana og sauðirnir lágu
þá uppi á brúninni og skýldu sér þannig að þeir vissu ekki af rokinu,
heldur stóð rokið yfir, og þeir bældu sig þar, á meðan þeim líkaði. Það
var sjaldan leit úr því þó þeir kæmu ekki. Annars gat það komið fyrir
líka ef þeir voru á bersvæði og snjólétt eða gaddfæri, að þá gat spennt
undan. Eg man einu sinni eftir því að þeir spenntu fram á Selvatn og
voru þar í hóp, utan einn sauður sem vantaði og það var farið að telja
hann af. Hann hafði oft þann sið að fara undir hríðar ofan í Selvík ef
hann var ekki með aðalhópnum og það reyndist svo í þetta skipti.
Hann hafði farið til sjávar og kom þar fram eftir hríð.
Sauðir voru á mörgum bæjurn úti á tánni og það þótti gott að hafa
þá við fjöruna, þeir urðu jafnvel vænni en sauðir sem voru aldir upp
við hús og hýstir að vetri til. Þeir tóku fyrr vorbatanum og urðu betra
frálag en sauðir sem voru hýstir að vetri til með ánum.
Ég man eftir að heima var ekki talinn vænn sauður ef hann var ekki
rúm 40 kg í kjöti. Vanalega voru þeir teknir fimm vetra, það var talið
besta fallárið á þeim, staka árið. Sauðaeignin lagðist fyrr niður fyrir
það að mæðiveikin kom til sögunnar og menn urðu hræddari við að
vera með svona stórar og dýrar skepnur, ef pestin legðist á þær. Þá var
sauðunum lógað þrevetrum og reyndust föllin iðulega 30 kg eða
rúmlega það og það þótti jafnvel betra að taka þá á því árinu, en fimm
vetra. Það var ekki einungis kjötið sem verðmætt var talið af sauðnum.
Þetta var feikna reyfi af þessum skepnum, sérstaklega eftir að þeir
gengu úti og ullin var góð að sama skapi.
Ég minnist þess að þegar farnar voru ullarferðir frá Víkum til
Skagastrandar og ullin var lögð inn, kom oft hópur af konum úr