Húnavaka - 01.05.1981, Page 76
74
HÚNAVAKA
Benedikt Jónsson Skinnastöðum, Erlendur Eysteinsson Beinakeldu,
Guðmundur Guðmundsson Torfalæk, Guðmundur Pétursson Hurð-
arbaki, Jónas Pétursson Smyrlabergi, Kristján Sigurðsson Reykjum,
Kristófer Jónsson Köldukinn, Sigurður Oddleifsson búfræðingur
Sauðanesi, Sigvaldi Guðmundsson Stóru-Giljá, Teitur Bjarnason
Kringlu, Þorsteinn Jónsson Hæli og stjórnarmennirnir 3 eða alls 14
stofnendur. Allir greiddu þeir 1 krónu nema Kristján á Reykjum sem
greiddi 2 krónur. Fé þetta var afhent féhirði og ákveðið að verja því til
bókakaupa nú þegar á þessu sumri eins og segir í fundargerðinni.
Fundurinn ákvað um nokkrar bækur sem kaupa skyldi en að öðru leyti
var stjórn félagsins falið að annast bókakaup.
Árið 1885 hinn 3. dag janúarmánaðar var almennur búnaðar- og
lestrarfélagsfundur að Húnsstöðum. Á fundinum mættu 15 félags-
menn og hinn 16. er væntanlegur segir í fundargerð. Ennfremur segir
þar: „Því næst stóð upp forseti lestrarfélagsins og hélt stutta ræðu. Var
svo lesið upp frumvarp til laga fyrir lestrarfélag Torfalækjarhrepps.
Eftir nokkrar umræður var frumvarp þetta samþykkt sem gildandi lög
fyrir félagið“.
Lög Lestrarfélags Torfalækjarhrepps.
1. grein.
Félagið nær yfir Torfalækjarhrepp, en ekki lengra, og heitir Lestr-
arfélag Torfalækjarhrepps.
2. grein.
Það er tilgangur félagsins að efla menntun manna í hreppnum og
bóklegar framfarir.
3. grein.
1 félagið mega ganga jafnt konur sem karlar. Karlmenn skulu greiða
í félagið 1 krónu árlega, en kvenmenn 50 aura.
4. grein.
Félagsmenn skulu árlega eiga með sér tvo aðalfundi, annan að
vorinu, en hinn að haustinu, ennfremur aukafundi ef brýna nauðsyn
ber til. Fundi þessa skal sameina við fundi búnaðarfélagsins ef kostur
er á.