Húnavaka - 01.05.1981, Síða 82
KRISTINN PÁLSSON, Blönduósi:
Veiðiferð í Skagaheiði
Við héldum í kolamyrkri haustsins út í hesthúskofann. Klukkan var
hálfsex, heiðskír himinn en nýlýsi svo niðdimmt var.
Við vorum tveir, annar eldri og reyndari, Pétur. Hann réð ferðinni.
Svo var ég unglingurinn, sem fékk að fara í silungsveiðina í fyrsta
sinni. Við áttum báðir heima á Hofi.
Nú var rétti timinn, 22. vika sumars og urriðinn genginn í árnar í
Skagaheiði til hrygningar. Þá var að grípa hann sem búsílag fyrir
veturinn. Við lögðum beislin við Faxa og Litla-Brún, tókum hnakk-
ana og töskurnar og lögðum á, ekki gleymdum við netinu, sem var
nauðsynlegast af öllu.
Við héldum sem leið lá upp frá bænum þvert yfir Kílsgilið upp með
Hofsánni. Er við komum í Tungurnar, héldum við upp með Suður-
ánni og stefndum á Geldingaskarðið. Við riðum léttan á meðan
greiðfært var, því hestarnir voru viljugir og léttir á sér eftir nóttina.
Við riðum framhjá Steinnýjarstöðum með eyðibæinn Álfhól á hægri
hönd. Það mótaði fyrir Álfhólnum í birtingunni. Við nálguðumst
fjöllin. Katlafjallið sunnan við Geldingaskarðið, en Steinnýjarstaða-
fjallið að norðan. Það smábirti og brattinn jókst, við fórum fetið. Við
rétt grilltum í Stólinn og Skessusætið sunnan í Geldingaskarðinu. Er
við nálguðumst háskarðið kom sólin upp og er við komum á Þrösk-
uldinn, þar sem skarðið er hæst, blasti við okkur dýrðlegt útsýni austur
yfir vötnin í Skagaheiði og í fjarska sáust Drangey, Málmey og Þórð-
arhöfði á sólfáðum Skagafirði. Við létum hestana lötra og dáðumst að
útsýninu. Til hægri var Nautaskarðið, en austur í heiðinni sáust
Fossbungan og Bjarnarfellið auk vatna og áa, sem of langt yrði upp að
telja. Hestarnir fetuðu sig niður skarðið yfir Illugilin tvö og við fórum
að sjá í Langavatnið og árnar, sem við ætluðum að veiða í.
Eftir þvi, sem neðar dró í skarðið sáum við eyðibýlin, Hofssel,
Bakkasel, Þúfnavelli o.fl., þar sem fátæklingar fyrri alda drógu fram