Húnavaka - 01.05.1981, Síða 84
82
HÚNAVAKA
— Taktu hann, ég skal sjá um netið, kallaði Pétur í æsingi.
Stærðar urriði kom þarna á fleygiferð og stefndi niður ána. Eg
mundaði hrífuna og fann veiðigleðina grípa mig, ég sá útundan mér
að a.m.k. annar silungur spriklaði í netinu. Þarna kom þessi stærðar-
bolti, nú var hann í færi, ég krafsaði með hrífunni undir silunginn, hóf
hann á loft og henti honum nær landi, en missti af honum og hann
stefndi aftur í hylinn, ég krafsaði aftur fram fyrir silunginn og náði til
hans og gat þvælt honum aftur niður á grynninguna. Þar átti silung-
urinn örðugra um vik og nú beitti ég hrífunni óspart og gusugangur-
inn var óskaplegur, loks náði ég góðu taki með öllum tindunum undir
silunginn og henti honum langt upp á eyrina, þar sem hann spriklaði
og hamaðist.
Á meðan á þessu stóð hafði Pétur tekið netpokann utan um tvo
stærðar dólpunga og var á leið með að draga alla dræsuna upp á
eyrina við brotið. Við hjálpuðumst að við að greiða silungana úr
netinu. Þrir þriggja til fjögurra punda urriðar byltu sér nú á eyrinni í
dauðateygjunum. Pétur tók þá hvern af öðrum, sleit út úr lífoddanum
svo þeim blæddi út. Ég tók þá og lét í strigapoka, sem við vorum með.
Pétur tók saman netið og við héldum niður með læknum áleiðis að
næsta hyl.
Er við komum í Tungurnar en þær eru þar sem Hofsselslækurinn,
Fossáin og Botnalækurinn koma saman vorum við búnir að fá nokkra
silunga, suma smáa.
— Það má nota þá í stöppu, sagði Pétur, þegar við gómuðum þá
minnstu.
Nú héldum við fram Fossána, úr einum hylnum í annan og sama
sagan endurtók sig með litlum breytingum. Stundum misstum við þá
sem við reyndum að veiða, einkum ef hyljirnir voru djúpir og hol-
bakkarnir miklir. Einu sinni hrasaði ég illa á hálu grjótinu og fór
hálfflatur í ána og varð holdvotur upp til hálfs. En veiðigleðin meira
en bætti það upp. Silungspokinn smáþyngdist og seig í að bera hann.
Veðrið var líka hlýtt og notalegt, sólin skein yfir Katlafjallinu í vestri
og þurrkaði fötin okkar.
Er við komurn fram að fossinum tókum við upp nestisbitann okkar,
settumst niður og nutum máltíðarinnar. Síðan héldum við með haf-
urtask okkar yfir í Botnalækinn og héldum síðan niður hann og
væiddum í hyljunum, þar sem oftast voru tveir urriðar í hverjum,
hrygna og hængur. Er við komum aftur niður í Tungur var pokinn