Húnavaka - 01.05.1981, Side 96
94
HÚNAVAKA
hverjum degi voru lamparnir hreinsaðir, olíu bætt á þá eftir þörfum,
glasið fægt bæði að utan og innan og skarið strokið af kveiknum. Þetta
varð allt að gera af mikilli nákvæmni, annars gat eitthvað illt hent. Ef
tægjur eða aðrar ójöfnur komu á kveikinn varð ljósið ekki jafnt heldur
teygðust grannar totur upp úr loganum og þá bar hann ekki eðlilega
birtu. Við og við þurfti að skrúfa kveikinn upp eftir því sem hann
eyddist. Einnig það varð að gera af mikilli gætni, annars tók lampinn
að ósa eftir litla stund, einkum ef totur voru á loganum. Ósreykurinn
var kolsvartur og færi hann eitthvað að ráði út í loftið féll hann brátt
niður í fisléttum flygsum, sem ötuðu margt út og voru öllum leiðar.
Ljósin báluðust aldrei upp um leið og þau voru kveikt heldur þurftu
þau nokkra stund til þess að komast í eðlilegt ástand. Kertaljósin voru
mildust allra ljósa og jafnframt viðkvæmust. Enginn gat gengið svo
hægt með kertaljós i lófa að loginn bærðist ei. Og þótt kertið stæði
kyrrt á stjaka eða borði, vaggaði ljósið sér á ýmsa vegu eða hossaði sér
líkt og lítil börn, þegar þeim líður vel og er glatt í geði. Það fylgdi þeim
alltaf friður og ró. Á jólunum voru þau tákn háleitrar helgi, og þótt
rafljós hafi leyst þau af hólmi sem nauðsynlegan ljósgjafa, loga þau
enn í öllum kirkjum landsins „á altari hins göfga guðs“.
*
AÐALBLÁBER.
.... Nytsemi og verkun:
Ber, blöð og rót þessarar urtar eru kæiandi, harkandi og forrotnun mótstandandi.
Þau eru því góð móti lifsýki, köldu, sem og skyrbjúgi, samt til að þurka upp skarpa
vessa úr slæmum kaunum.
Blöðin takist í júni, en berin öndverðliga i september, þá fullvaxin eru. Af seyði
berjanna og blaðanna takist 2 matspænir í senn, hvörn annan klukkutima. Dupt af
rótinni er gott að strá i holdfúa sár. Af berjunum má búa til mauk með því móti, að
merja berin, blanda síðan með sykri eðr hunangi og geyma. 1 matspónn af mauki
þessu, blandaðr í pela af vatni, er hollr dykkr fyrir landfarsóttarsjúka, móti hita og
þorsta. Berin marin, látin i járnílát, siðan sett í yl, súrna og gefa svartan lög sem barkar
vel skinn, séu þau þar i lögð, ásamt nokkru af álúni. Berin nýsoðin með álúni gefa
fíólet eðr lífsrauðan lit, einkum líni og ullu. Blöðin handtéruð á sama hátt lita gult.
fslensk grasafræði Kaupmannahöfn 1830
eftir Odd Hjaltalin landlækni.