Húnavaka - 01.05.1981, Page 102
100
HÚNAVAKA
Þetta foraðsveður stóð í þrjá sólarhringa og fór rokið heldur vax-
andi. Var þó ekkert venjulegt á fyrsta degi.
Strax og veðrið skánaði kom hesturinn heim með reiðinginn undir
kviðnum.
Halaveðrið mikla 8. febrúar 1925 er drap fjölda manns á sjó og landi
stóð yfir í sólarhring. Fimmtíu ár liðu milli þessara veðra.
Þennan sama dag — 12. janúar — átti sér stað frægur atburður í
sýslunni en það var fyrir 145 árum. Þá fór fram á Þrístöpum í Vatns-
dalshólum síðasta aftaka á Islandi — en það er önnur saga.
Skrifað 12. janúar 1980.
*
ÆTIFlFILL, BIFUKOLLA.
.... Nytsemi og verkun:
Þessi alþekta urt vex í túnum og ræktaðri jörðu nærri húsum og girðingum.
Blöð urtarinnar safnist áðren blómstrin springa út. Rótin grafist upp á haustum.
Urtin er vallgang örvandi, þvagdrífandi, bólgu-eyðandi, mýkjandi, vessaþynnandi.
Hún brúkast því móti meinlætum, vatnssýki, harðlifi, þvagstemmu, skyrbjúgi, bólgu
og ígerðum, samt hörunds útbrotum. Hún brúkast: í seydi af blöðum og rót urtarinnar,
sem drekkist, svo tebollum skiftir, dagliga; í safl sem tilbúist af rótinni og hjartablöð-
unum, hvar af takist full teskeið i senn, 3svar dagliga; í mýkjandigrautum til að gjöra út
kýli og meinsemdir.
Þar að auki eru blöð urtanna ný, í mysu soðin eitt hið hagkvæmasta fæði skyrbjúgs
sjúklingum, og öðrum sem veikir eru af fordjörfun vessanna, svo sem kláðfeldum og
spitetskum. Blómstrin soðin með vatni og álúni gefa falligan gulan lit.
Islensk grasafræði Kaupmannahöfn 1830
eftir Odd Hjaltalín landlækni.