Húnavaka - 01.05.1981, Síða 105
HÚNAVAKA
103
Og:
Ólgar fjör í æðunum
áfram þýtur fákurinn.
Glaður hrósar gæðunum
góður smalastrákurinn.
Þegar veðurathuganir hófust á Hveravöllum:
Tíðindunum trúi valla
talið er þó rétt af öllum,
að sé komin aftur Halla
og Eyvindur að Hveravöllum.
*
RENNUR 1 HÖRUND SEM MUNGÁT.
Svo er sagt, að keldur sé þær á Islandi, er menn kalla ölkeldur. Og er því svo kallað,
að vatn það, sem þar er í, er líkara þefað mungáti en vatni. Og þó að menn drekki þar
af, þá fyllast menn ekki af því vatni, svo sem af öðru vatni, heldur sjatnar það vel og
rennur i hörund sem mungát. Fleiri eru ölkeldur á þvi landi en ein, er ölkeldur eru
kallaðar. En þó er sú ein, er best er og frægust af öllum, og liggur sú i dal þeim, er heitir
Hítardalur. Svo er sagt af þeirri keldu eður vatni því, er þar er í, að það er dámað
alllíkt mungáti og til nógs að drekka. Og það er mælt, að það fái svo nokkuð á mann,
ef það er svo mjög drukkið. En ef menn gjöra hús um kelduna, þá hverfur hún burt úr
húsinu og brestur upp fyrir utan húsið. Svo er og sagt, að menn megi þar af drekka við
kelduna slikt, hver vill, en ef þeir fýsast burt að hafa með sér, þá dofnar það skjótt, og
er það þá eigi betra en annað vatn, eður þaðan af verra.
Konungs skuggsjá.
ENGIN BRÆÐIMÆLI.
Ver þú lastvar sjálfur og kenn hverjum gott, er það vill af þér nema, og þýðst jafnan
hina bestu menn að til návistar. Gæt þú vandlega tungu þinnar og vit, að það er
virktarráð. Því að tunga þín má sæma þig og tunga þín má dæma þig. Þó að þú verðir
reiður, þá mæltu fátt og engin bræðimæli. Því að eitt orð má það mæla i bræði, ef
maður gætir eigi, er síðan vildi með gulli keypt hafa, að ómælt væri.
Konungs skuggsjá.