Húnavaka - 01.05.1981, Side 106
SIGURÐUR KR. JÓNSSON, Blönduósi:
Stangaveiðifélag
Austur-Húnavatnssýslu 20 ára
Lax að buga, vinda vað,
veiðihugann gleður.
Þetta dugar þegar að,
það er fluguveður.
(Höf. óþ.).
Tvítugur unglingur er e.t.v. ekki sá sem mikið er hægt að segja um,
— og þó.
Sunnudaginn 27. desember 1959, komu tíu manns saman í húsi
Valgarðs Ásgeirssonar, Blönduósi, og var tilefnið að ræða stofnun
stangaveiðifélags. Árangur þessa rabbs varð sá að kosin var þriggja
manna nefnd til þess að sjá um að boða til reglulegs stofnfundar.
í nefnd þessa voru kjörnir, Ólafur Sverrisson, Þórður Jónsson og
Valgarð Ásgeirsson. Nefnd þessi kom síðan saman 10. marz 1960, og
ákvað þá að boða til reglulegs stofnfundar sunnudaginn 20. marz,
1960, og var hann haldinn í Barnaskólanum á Blönduósi, þar sem
mættir voru eftirtaldir einstaklingar, sem eru því stofnendur Stanga-
veiðifélags Austur-Húnavatnssýslu.
Pétur Pétursson, Blönduósi Sigfús Þorsteinsson, Blönduósi
Sigurborg Gísladóttir, Blönduósi Valgarð Ásgeirsson, Blönduósi
Ragnar Jónsson, Blönduósi Ágúst Andrésson, Blönduósi
Ævar Klemenzson, Bólstaðarhlíð
Jakob Sigurðsson, Steiná
Ásgeir K. Blöndal, Blöndubakka
Björn Kristjánsson, Húnsstöðum
Knútur Berndsen, Blönduósi
Svavar Pálsson, Blönduósi
Ólafur Sverrisson, Blönduósi
Þórður Jónsson, Skagaströnd
Zop. Zophoníasson jr. Blönduósi Sigurður Sigurðsson
Hermann Þórarinsson, Blönduósi
Félagssvæðið var ákveðið Austur-Húnavatnssýsla, og tilgangur fé-
lagsins að vinna að stangaveiðimálum hverskonar, ræktun veiðivatna
og að efla kynni og samstöðu veiðimanna í héraðinu.
Stofngjald var ákveðið kr. 400 og árgjald kr. 100.