Húnavaka - 01.05.1981, Side 111
HÚNAVAKA
109
eins og að hann vilji bjóða veiðimanninum í dansinn, og hver tekur
ekki þeirri áskorun.
Eg hef svo þessi orð ekki lengri en óska félaginu alls góðs í framtíð-
inni og vona að það verði eftirleiðis sem hingað til verkefni þess að
stuðla að ræktun laxveiðiáa í héraðinu, efla stangaveiði og skapa
uppvaxandi veiðimönnum betri möguleika á að stunda íþrótt sína.
*
STRlÐLEIKI VATNSINS ÆRIR ÞÁ.
Þar (á íslandi) eru og þær keldur og vellandi vötn, svo sem fyrr sögöum vér i frá. Þar
eru og köld vötn, þau er falla undan jöklum svo stór, að berg og jörð, er hjá liggja, þá
skjálfa fyrir þær sakir, að vatnið fellur svo strítt og með svo stórum fossum, að bergin
skjálfa fyrir ofureflis sakir og stríðleiks. Og eigi megu menn til ganga að forvitnast á þá
árbakka, nema löng reip hafi og sé borin á þá menn, er til vilja forvitnast að sjá, og sitji
hinir fjarri, er gæta reipsins, svo að þeir eigi kost að draga þá þegar aftur til sín, er
stríðleiki vatnsins ærir þá.
Konungs skuggsjá.
PfSLIR HELVfTS.
En nú má engi dyljast við, sá er sjá má fyrir augum sér, fyrir því að slíkir hlutir eru
oss sagðir frá píslum helvítis, sem nú má sjá í þeirri ey, er ísland heitir, þvi að þar er
gnótt elds ofurgangs og ofurefli frosts og jökla, vellandi vötn og stríðleikur ískaldra
vatna.
Konungs skuggsjá.
RAUÐAUNDUR.
Á því landi (íslandi) er málmur svo mikill, er járn skal af gjöra, og kalla menn þann
málm rauða. En sá málmur hefir verið ærinn einn dag fundinn, og menn hafa búið
annan dag ferð sína þangað og blása þar og gjöra járn af, þá hefir sá rauði horfið svo í
burt, að engi maður veit, hvar hann kom niður síðan, og er það kallað á því landi
rauðaundur.
Konungs skuggsjá.