Húnavaka - 01.05.1981, Page 113
BJARNIJÓNASSON, Blöndudalshólum:
Litazt um
í Svínavatnshreppi
FRAMHALD
33. Guðmundur Helgason, Grund.
Grundu ræður grábands klæða meiður.
Hirðir mundinn hagsamur,
Helga kundur Guðmundur.
(Sögn Þórðar á Grund og Þorleifs í Sólheimum).
Guðmundur Helgason er fæddur á Stóru-Giljá sennilega 1777.
Manntalið 1816 telur hann að vísu 37 ára, og samkvæmt því ætti hann
ekki að vera fæddur fyrr en 1779, en tvær fyrstu aldursákvarðanir, sem
við höfum um Guðmund, benda til ársins 1777, en það eru fyrsta
sóknarmanntal Þingeyraprestakalls 1784 og ferming 1791.
Um föður Guðmundar er ekkert kunnugt nema nafnið. Guðmund-
ur átti sitt systkinið til hvorrar handar, systur að móðurinni og bróður
að föðurnum. Að þessu verður lítillega vikið síðar.
Móðir Guðmundar hét Kristín Jónsdóttir. Hún lést 18. júlí 1814 í
Vatnsdalshólum, 70 ára ekkja hjá búandi dóttur sinni, Kristínu
Grimsdóttur. Kristín Jónsdóttir var tvígift. Það fer ekki milli mála
með seinni manninn, Illuga Þorvarðarson, því að giftingardagurinn er
kunnur, 4. febrúar 1793. Illugi þessi mun vera sami maður og Illugi
svarti, sem Húnvetningasaga segir að hafi verið maður Kristínar
Jónsdóttur, en fyrir henni gerir Húnvetningasaga ekki nánari grein,
LEIÐRÉTTING.
Misritast hafa tölurnar í aldursákvörðun Péturs Jónssonar á Refsstöðum i Húna-
vöku 1980, bls. 122, tl. 1. Tölur þessar lesist þannig: Péturjónsson fæddurá Grund 29.
október 1795 og dáinn á Refsstöðum 6. júní 1853.