Húnavaka - 01.05.1981, Page 114
112
HÚNAVAKA
nema hún getur þessara tveggja barna hennar, sem hér hafa verið
nefnd. Illuga er ekki borin vel sagan, því að sagt er að hann „hafi verið
nafnkenndur í Húnaþingi um drykkjuskap og áflog“ (Húnvetninga-
saga).
Þá er það dóttirin, Kristín Grimsdóttir. Samkvæmt manntalinu
1816 ætti hún að vera fædd 1770, eða 7 árum á undan hálfbróður
sínum, Guðmundi Helgasyni. Hún er talin fædd í Melagerði í Vatns-
dal, en það var hjáleiga frá Marðarnúpi, sem fór í eyði í Móðuharð-
indunum og byggðist ekki aftur. Faðir Kristínar, Grímur bóndi í
Melagerði, var sonur Guðmundar (f. 1718) bónda í Þórormstungu
Guðmundssonar, og er sú ætt rakin til Skúla bónda á Eiríksstöðum
Einarssonar, föður Þorláks biskups á Hólum. Systur átti Kristín
Grímsdóttir sem Sigríður hét.
Kristín Grímsdóttir var tvígift. Fyrri maður hennar (g. 19. ágúst
1799) var Þorsteinn Magnússon, sem Húnvetningasaga segir að hafi
verið bróðir hins kunna bónda Jóns Magnússonar á Sveinsstöðum.
Þau Kristín og Þorsteinn bjuggu fyrst á Litlu-Giljá og svo í Vatns-
dalshólum og þar lést Þorsteinn 9. júní 1810. Kristín býr svo áfram
ekkja í Vatnsdalshólum árin 1811-15. Tvö voru börn þeirra hjóna:
Guðmundur seinna bóndi í Vatnsdalshólum og dóttir Kristín að
nafni. Kristín Grímsdóttir giftist í annað sinn (1. nóv. 1815) Þorleifi
Jónssyni frá Grund, bróður Sveins í Ljótshólum. Bjuggu þau áfram í
Vatnsdalshólum, og þar lést Þorleifur 22. júlí 1843.
Guðmundur Helgason átti hálfbróður þann er Ólafur hét Helga-
son. Hann er heimilismaður á Reykjum 1811 hjá Guðmundi bróður
sínum og er þá talinn 17 ára. Ekkert frekar er kunnugt um Ólaf
þennan. Hef ekki fundið hann í manntalinu 1816, og ókunnugt er mér
um móður hans.
Þau hálfsystkinin, Guðmundur Helgason og Kristín Grímsdóttir,
alast upp með móður sinni, a.m.k. eftir að kirkjubækur hefjast í
Þingeyraprestakalli, en þá, 1784, er Kristín Jónsdóttir búandi ekkja
með börnum sínum á Litlu-Giljá. Þaðan er Guðmundur fermdur að
Þingeyrum 13. júni 1791 ásamt þrem öðrum börnum. Meðal þeirra er
sonur húsbóndans á Þingeyrum Odds Stefánssonar notariuss, Pétur
Oddsson. sem síðar varð sýslumaður í Mýrasýslu og tók sér ættar-
nafnið Ottesen. Faðir Odds á Þingeyrum var hinn kynsæli klerkur
Stefán Ólafsson prestur á Höskuldsstöðum, en hann er ættfaðir Step-
hensenanna, Thoroddsenanna og Espólínanna. Það má telja líklegt,