Húnavaka - 01.05.1981, Page 115
HÚNAVAKA
113
að Guðmundur hafi notið góðs af kynnum sínum við hinn kunna
valdsmann á Þingeyrum.
Eftir að Guðmundur fer frá móður sinni er ferill hans þessi:
Vinnumaður á Þingeyrum 1799-1801, bóndi á Litlu-Giljá 1801-03,
Bjarnastöðum 1803-08, Brekku 1808-10, Reykjum á Reykjabraut
1810-22, Grund í Svinadal 1822-47, Litladal 1847-49, flytur þá að
Ytri-Langamýri, og er þar í húsmennsku og eitthvað við búskap til
1855, en brá þá búi og flutti að Eyjólfsstöðum í Vatnsdal í hús-
mennsku hjá fyrrverandi nágranna sínum, Sigurði Sigurðssyni, sem
fyrr bjó á Geithömrum í Svínadal. Þarna deyr Guðmundur 20. júní
1855 og er þá talinn 80 ára.
Guðmundur Helgason var duglegur bóndi og komst í góð efni, þó
að gengi á þau seinustu árin. Árið 1830 var lausafjártíund Guðmundar
29 hundruð. Voru þá ekki nema fjórir bændur í hreppnum í hærri
lausafjártíund: Þorleifur Þorkelsson í Stóradal, Illugi Gíslason í Holti,
Ingibjörg Oddsdóttir í Litladal og Pálmi Jónsson í Sólheimum. Bú
Guðrnundar mun hafa verið með einna mestum blóma um 1830, en
dróst svo nokkuð saman á seinni hluta ævi hans. Var hann síðustu árin
á Grund (1842-46) í tvíbýli við Guðmund Hermannsson, bróður Ara á
Hrafnabjörgum.
Ekki er annars getið en að Guðmundur hafi verið vinsæll í héraði, og
engar sagnir eru um að hann hafi átt í deilum við grannana eða aðra
samferðamenn.
Guðmundur var í meira lagi upp á kvenhöndina og varð hinn mesti
barnakarl. Hann var þrígiftur og átti börn með þeim öllum og auk
þess með fjórum öðrum konum. Börn hans urðu alls 17 og fæddust á
50 ára tímabili, hið fyrsta 1801 og hið síðasta 1850. Verður nú gerð
lauslega grein fyrir barnsmæðrum Guðmundar, eiginkonum og öðr-
um ástmeyjum.
Fyrsta kona Guðmundar var Guðrún Jónsdóttir. Þau giftust 17.
október 1800, og voru þá bæði vinnuhjú á Þingeyrum. Við manntalið
1801 er aldur þeirra talinn svo: Guðmundur 24 ára og Guðrún 19 ára.
Ekki kann ég skil á ætt Guðrúnar eða hvað um hana varð þegar þau
hjón skildu við hjúskaparbrot Guðmundar. Börn þeirra voru alls 5,
það elsta fætt 1801 (Arnfríður) og það yngsta 1808.
Eftir hjúskaparslitin býr Guðmundur í 11 ái á Reykjum með ráðs-
konum, en þá flytur hann búferlum fram að Grund í Svínadal vorið
1822 og kvænist þá um haustið ráðskonu sinni, 4. október 1822,