Húnavaka - 01.05.1981, Page 116
114
HÚNAVAKA
Björgu Ólafsdóttur frá Geithömrum. I kirkjubókina er bókað við
giftingu þeirra hjóna „skilinn frá fyrri konu fyrir hór, fékk nú kon-
ungsleyfi“. Björg var fædd í Finnstungu 1787 og dáin að Grund 26.
júní 1840. Foreldrar hennar voru Ólafur Sveinsson bóndi á Geit-
hömrum og kona hans Guðrún Benediktsdóttir. Sex voru börn þeirra
Guðmundar og Bjargar. Dóu þau flest í bernsku. Um þetta fólk hefur
áður verið rætt í Húnavöku.
Þriðja og síðasta kona Guðmundar (g. 25. okt. 1849) var Guðrún,
fædd 6. október 1826 á Syðri-Langamýri, Sveinsdóttir bónda þar
Sveinssonar og ráðskonu hans Ástríðar Þórðardóttur.
Hjónabandsbörn Guðmundar voru alls 12 (5 + 6+ 1) og í lausaleik
átti hann auk þess 5 börn með 4 konum. Kirkjubækur geyma nöfn
þeirra og fæðingardaga. Meiri hluti barnanna mun hafa látizt í
bernsku. Hér verður rakinn ferill þeirra og þau talin upp eftir aldri:
1. Arnfríður Guðmundsdóttir (Helgasonar og Guðrúnar Jónsdóttur
fyrstu konu hans). Hún er fædd á Litlu-Giljá 15. september 1801 og
er hún elzt barna Guðmundar. Arnfríður ólst upp hjá föður sínum.
Ung giftist hún manni þeim, er Þorkell hét af Kjalarnesi Þorláks-
son. Voru þau hjón í vinnumennsku á Grund um tíma og þar
fæddist þeim sonur, sem fékk nafn Guðmundar afa síns. Guð-
mundur þessi Þorkelsson, fæddur 2. september 1833, varð síðar
bóndi á Fossum 1873-89. Kona hans hét Kristbjörg Snjólfsdóttir.
Sonur þeirra var Þorlákur Kristmundur Guðmundsson, sem bjó
eitt ár í Eiríksstaðakoti (Brattahlíð). Þetta fólk mun hafa farið til
Vesturheims.
2. Metta María Guðmundsdóttir (Helgasonar og Þorgerðar Halls-
dóttur). Hún er fædd í Steinnesi 1. apríl 1801, og er þetta fyrsta
hjúskaparbrot Guðmundar. Metta María ólst upp hjá föður sínum
og giftist frá Grund 1. maí 1841 Sigurði Björnssyni 44 ára ekkju-
manni búandi á Ásbjarnarstöðum á Vatnsnesi.
3. Sigurður Guðmundsson (Helgasonar og Ingibjargar Magnúsdótt-
ur). Samkvæmt kirkjubók Myrkársóknar í Eyjafirði er Ingibjörg
fædd í Myrkárdal 1777, en þar bjuggu þá foreldrar hennar,
Magnús Jónsson og Ásdís Jónsdóttir. Hún er fermd á Myrká 1791,
14 ára gömul.
Ingibjörg Magnúsdóttir var í föðurætt komin af einhverri merkustu
prestaætt landsins. Faðir hennar, Magnús Jónsson, var sonur Jóns
prests á Myrká Ketilssonar prests á Svalbarði, Eiríkssonar prests á