Húnavaka - 01.05.1981, Qupperneq 118
116
HÚNAVAKA
fædd 1820. Ásdís var ekkja Gísla Sigurðssonar, sem síðast bjó í Kúlu-
seli, en var annars ættaður úr Svartárdal. Voru þau hjón fátæk og
höfðu fátt búfjár, en bóndinn drýgði tekjur sínar með smíðum og alls
konar viðgerðum hjá nágrönnum sínum, því að hann var búhagur vel
og hagsýnn.
Meðal barna þeirra Ásdísar og Gisla voru dætur tvær, Elísabet og
Kristín. Kristín var lengi ráðskona hjá Ingvari Þorsteinssyni hrepp-
stjóra í Sólheimum. Synir þeirra: Steingrímur í Hvammi í Vatnsdal
og Þorleifur í Sólheimum. Meðal niðja Elísabetar er Grímur Gíslason
frá Saurbæ. Voru þær systur mestu myndarkonur.
Sigurður Guðmundsson er fæddur á Reykjum 27. ágúst 1811.
Móðirin var húskona á Reykjum, sem við höfum rætt um hér á undan.
Hún lýsti fyrst föður barnsins Sigurð nokkurn Guðmundsson, en hann
synjaði með eiði. Sveinninn var því fyrst kenndur við móður sína. Við
manntalið 1816 er Sigurður skrifaður Ingibjargarson. Tveim árum
seinna, 21. febrúar 1813, eignast Ingibjörg annað barn sem hún
kenndi Guðmundi, meybarn, er fékk nafnið Sigríður. Gekkst Guð-
mundur greiðlega við þessu barni. Þegar Sigríður fæðist er Guð-
mundur skilinn við Guðrúnu konu sína. Sifjalög Stóradóms voru að
vísu enn í gildi, en tekið var orðið vægara á þeim málum. Þegar
Sigurður fæðist voru þau hjónin enn ekki skilin og er hér um annað
hjúskaparbrot að ræða. Guðmundur hefur því ekki þorað að gangast
við faðerninu. Sigríður var aftur á móti fædd milli kvenna. Sigurður
ólst upp á Reykjum og er í kirkjubókinni talinn fósturbarn Guð-
mundar. Líklegt má telja að Ingibjörg hafi búist við húsfreyjusessi á
Reykjum við fæðingu seinna barnsins, en þá eignast Guðmundur barn
með nýrri barnsmóður og Ingibjörg flytur í burtu frá Reykjum. Sig-
urður Guðmundsson ólst að öllu leyti upp hjá föður sínum og mun
hafa unnið honum lengst allra barnanna. Þegar Sigurður er 19 ára
sýnir faðir hans honum, að hann kann vel að meta hæfileika hans og
góða þjónustu. Um það ber vitni eftirfarandi bréf Guðmundar:
„Sökum þess að óekta sonur minn, Sigurður, auðsýnir sig jafnan mér
eftirlátari í hægð og góðri siðsemi og sömuleiðis gagnlegan eftir því,
sem samsvarar hans kröftum, hvað mér finnst allt eflast en minnka hjá
honum eftir því, sem hans aldursár fjölga, þar fyrir eftir laganna leyfi,
gef ég upphaflega skrifuðum pilti fjórðungsgjöf eftir minn dag úr þeim
skuldlausu fjármunum, sem mínum löglegum erfingjum kynni að
bera að fá eftir mig látinn, hvort þeir verða kunnu meiri eða minni, og