Húnavaka - 01.05.1981, Side 119
HÚNAVAKA
117
ætlast ég þá til, að hann þar fyrir utan uppberi hjá mér síðan aktugt
kaupgjald, sem annað vinnuhjú eftir sem hann kynni að álítast
verðugur fyrir, en deyi hann á undan mér, þá falli þessi gjöf til mín og
minna erfingja“.
Þessu til staðfestu er mitt undirskrifað nafn og áþrykkt signet“.
(Veðmálabók Húnavatnssýslu 11 b. nr. 22). Bréfið er dagsett á Grund
30. maí 1830 og undirskriftin er Guðmundur Helgason.
Sigurður Guðmundsson var í föðurgarði þangað til að hann stað-
festir ráð sitt og reisir bú vorið 1840. Einn af efnuðustu bændum
sveitarinnar, Pálmi Jónsson í Sólheimum, gifti honum dóttur sína,
Ingibjörgu, sem þá var einungis 17 vetra. Sýnir þetta glöggt, að Sig-
urður hefur þá þegar verið búinn að vinna sér álit og traust sveitunga
sinna. Ingibjörg var fædd 2. febrúar 1823. Hún féll frá á besta aldri 22.
febrúar 1861, einungis 38 ára. Þau hjón bjuggu á þessum jörðum:
Ytri-Langamýri 1840-41, Kirkjuskarði á Laxárdal 1841-1842, Holta-
staðakoti 1842-1849 og loks Kárastöðum 1849-61. Sigurður hætti bú-
skap þegar hann missti konuna og varð síðar, að nokkrum árum
liðnum á annan áratug ráðsmaður hjá ekkjunni Unu Jóhannesdóttur í
Sellandi í Blöndudal, en síðustu æviárin dvaldi hann hjá syni sínum
Guðmundi bónda á Fossum, og þar lézt hann 8. febrúar 1891. Hann
var „gætinn maður og góður drengur“ (J. 111.). Sigurður var alltaf
leiguliði, og bú þeirra hjóna var aldrei stórt, en þau voru þó alltaf
frekar veitandi en þiggjandi.
Þau Sigurður og Ingibjörg áttu alls 7 börn. Nokkur létust í bernsku,
en a.m.k. þrjú þeirra komust til fullorðins ára og létu eftir sig niðja:
a. Pálmi Sigurðsson, f. 10. marz 1841 á Ytri-Langamýri. Bóndi
síðast á Yzta-Gili, kvæntur Guðrúnu Björgu Sveinsdóttur bónda
á Yztagili Jónssonar. Meðal barna þeirra var Ingvar Pálmason
alþm. afi Ingvars Gíslasonar alþm. og Tryggva Gíslasonar
skólameistara á Akureyri.
b Ósk Sigurðardóttir, f. 8. nóvember 1843 í Holtastaðakoti. Hún
giftist manni þeim, sem Bjarni hét Bjarnason í Vestur-Húna-
vatnssýslu fæddum 26. marz 1849 á Ásgeirsá í Víðidal. Sonur
þeirra hjóna var Sigurður Bjarnason faðir Hólmfríðar konu Jóns
Böðvarssonar efnisvarðar hjá Landssímanum Jónssonar prests á
Tjörn Þorlákssonar. Þeir feðgar bjuggu báðir á Vigdísarstöðum
á Vatnsnesi. Bróðir Hólmfríðar var Jón Frímann Sigurðsson