Húnavaka - 01.05.1981, Side 120
118
HÚNAVAKA
faðir Ingibjargar Signýjar konu Ole Aadnegard kennara á
Blönduósi.
c. Guðmundur Sigurðsson, f. 19. janúar 1853. Bóndi á Fossum
1890-1917, kvæntur Engilráðu (f. 28. ágúst 1854) Guðmunds-
dóttur bónda í Hvammi í Svartárdal Jónssonar og k. h. Guð-
rúnar Árnadóttur frá Skottastöðum. Guðmundur var gangna-
stjóri um langt skeið á Eyvindarstaðaheiði. Því starfi gegndu
síðar sonur hans og sonarsonur, og hafa þeir gegnt því starfi með
prýði.
4. Gísli Guðmundsson (Helgasonar og Ólafar Hinriksdóttur). Verður
þá fyrst gerð grein fyrir þessari barnsmóður Guðmundar, Ólöfu
móður Gísla.
Ólöf Hinriksdóttir er fædd að Fremri-Svartárdal í Skagafirði 1801.
Þar bjuggu þá foreldrar hennar, Hinrik Gunnlaugsson og kona hans
Sólveig (f. um 1771 Magnúsdóttir bónda á Hóli í Goðdalasókn
Gunnarssonar). Verða þessar ættir ekki raktar hér frekar, en þess
einungis getið, að Hinrik Gunnlaugsson var föðurfaðir Jóns skálds á
Helluvaði í Mývatnssveit Hinrikssonar.
Júdit Jónbjörnsdóttir kennari hefur gefið mér glöggar upplýsingar
um þessa ættmóður sína. Ferill Ólafar var þessi: Hún ólst upp með
foreldrum sínum, fyrst i Fremri-Svartárdal og svo á Tunguhálsi í sömu
sveit. Þegar hún er 19 ára ræðst hún í vistir vestur í Húnavatnsþing,
fyrst að Brandsstöðum 1828. Síðan er hún á ýmsum bæjum í
Blöndudal og Svinadal og er á Grund 1826-27, en fer þaðan 1828, eftir
að hún hafði fætt Guðmundi húsbónda sínum sveininn Gísla. Fór hún
þá að Vatnsdalshólum, en Gísli ólst upp með föður sínum, svo að
engan vanda virðist hún hafa haft af honum. Árið 1829 vistar Ólöf sig
aftur í Blöndudal og þá að Sellandi. Er hún síðan nokkur ár þarna í
dalnum og eignast dóttur með manni þeim, er Sveinn nefndist, og var
mær sú skírð Guðbjörg. Með þessa dóttur sína flutti svo Ólöf heim á
æskustöðvarnar í Skagafirði árið 1835 og hafði þá verið 15 ár á þvæl-
ingi með húnvetnskum og fætt þeim tvö börn. Er nú Ólöf um kyrrt að
Tunguhálsi hjá frændfólki sínu ein 5 ár, en fer þá vinnukona að
Brenniborg. Þaðan fer hún að Hafsteinsstöðum 1841 og giftist um það
leyti vinnumanni þar, sem heitir Jón Jónsson og er hálf fertugur að
aldri. Er Guðbjörg Sveinsdóttir með móður sinni á þessum árum og
talin vel gefin stúlka. Árið 1844 eru þau Ólöf og Jón Jónsson í hús-
mennsku og hafa aðsetur á svokölluðum Víkurbakka. Þau hafa þá átt