Húnavaka - 01.05.1981, Page 123
HÚNAVAKA
121
Sigurður Sigurðsson er fæddur á Rútsstöðum í Svínadal 15.
september 1790 og dáinn á Eyjólfsstöðum í Vatnsdal 16. janúar 1863.
Foreldrar hans voru Sigurður bóndi á Rútsstöðum, albróðir Gísla í
Holti föður Illuga ríka í Holti, og kona Sigurðar á Rútsstöðum Vigdís
Halldórsdóttir bónda á Rútsstöðum Einarssonar. Voru foreldrar
Vigdísar komnir úr Skagafirði, og er þeirra getið í þætti Árna Hall-
dórssonar á Ásum (Húnavaka 1976, bls. 56-57). Segir nú frá þeim
hjónum foreldrum Sigurðar á Geithömrum.
Sigurður og Vigdís hófu búskap á Rútsstöðum 1779, en eftir 20 ára
sambúð lézt Sigurður úr landfarsótt 20. október 1799 einungis 49 ára.
Ekkjan hélt áfram búskap með börnum sínum til 1808. Bú þeirra
hjóna var alltaf lítið, enda harðindi og almenn fátækt og marga
munna að fæða, því að börnin voru alls 9. Við manntalið 1801 eru 7
barnanna heima hjá móður sinni á Rútsstöðum, og við manntalið
1816 eru 8 barnanna, í Svínavatnshreppi, eitt gift og hin í vistum: 3 í
Stóradal, 2 í Sólheimum, 1 á Ásum og loks 1 á Hrafnabjörgum.
Þessi voru börn Rútsstaðahjónanna:
1. Ingibjörg, f. um 1778, seinni kona Gísla bónda á Mosfelli Hall-
dórssonar, Helgasonar. Sonur þeirra var Halldór bóndi í Ytra-
Tungukoti (Ártún) 1846-60, faðir Gísla bónda í Eyvindarstaðagerði
(Austurhlíð) föður Jóns Gíslasonar, sem síðast bjó á Ásum í Svína-
vatnshreppi.
2. Gísli, f. um 1781. Bóndi í Ytra-Tungukoti, kvæntur Sigríði Guð-
mundsdóttur. Dóttir þeirra var Guðbjörg, sem átti frænda sinn
Halldór bónda í Ytra-Tungukoti, sjá nr. 1 hér á undan.
3. Geirlaug, f. um 1782. Húsfreyja í Gafli í Svínadal, gift Jóni Guð-
mundssyni bónda þar. Fluttu þau búferlum vestur að Kistu.
4. Guðmundur, f. um 1788. Flutti vestur í V.-Hún. Bóndi á Aðalbóli.
5 .Sigurður bóndi á Geithömrum. Um hann verður rætt síðar.
6. Helga, f. 10. ágúst 1791.
7. Guðrún, f. 15. janúar 1793. Dó á miðjum aldri, barnlaus.
8. Bjarni, f. 22. maí 1794. Dó skömmu eftir manntal 1816, ógiftur og
barnlaus.
9. Ingveldur, f. 10. maí 1799. Húsfreyja á Litla-Búrfelli, gift Þórði
Sæmundssyni, borgfirzkum manni.
Nú segir frá Sigurði Sigurðssyni. Hann er eins og fyrr segir fæddur á
Rútsstöðum 1790.
Sigurður fór unglingur til Guðmundar Jónssonar ríka í Stóradal.