Húnavaka - 01.05.1981, Side 124
122
HÚNAVAKA
Var hann lengi vinnumaður hjá þeim frændum og mágum Guðmundi
og tengdasyni hans Þorleifi hreppstjóra Þorkelssyni, „hvar hann vann
sér mannhylli og eigur drjúgar“, segir í Skeggju, handriti Björns á
Brandsstöðum um Skeggsstaðaætt. Vorið 1820 fluttist Sigurður upp
að Æsustöðum í Langadal sem ráðsmaður prestsekkju, sem þá hóf þar
búskap, en þarna dvaldi hann ekki nema í eitt ár. Vorið 1821 reisir
hann bú á Geithömrum og kvænist 3. september það ár Ingibjörgu
Jónsdóttur ekkju Jónasar Jónssonar á Gili, en Ingibjörg var systir
Guðmundar ríka í Stóradal.
Um hjúskaparmál Sigurðar segir svo í Skeggju: „Svo var hann eitt
ár á Æsustöðum hjá Margréti Björnsdóttur ekkju séra Arnórs Árna-
sonar á Bergsstöðum, en af þvi að honum var sá ráðahagur eigi
ætlaður, giftist hann Ingibjörgu og fluttust þau að Geithömrum". Um
þetta þarf ekki að hafa fleiri orð. Sveitungarnir hafa gert ráð fyrir að
Sigurður staðfestist á Æsustöðum.
Sigurður og Ingibjörg bjuggu á Geithömrum 1821-45, en þá fluttu
þau búferlum að Eyjólfsstöðum í Vatnsdal. Þar lézt Ingibjörg 4.
febrúar 1847, 87 ára að aldri.
Sigurður var athafnasamur og duglegur bóndi, sem lagði töluvært í
kostnað til umbóta á jörðum sinum.
Sigurður var tvíkvæntur. Fyrri konunnar, Ingibjargar Jónsdóttur,
höfum við áður getið, en seinni konan var Margrét Gísladóttir. Þau
giftust 28. apríl 1848. Lifði hún mann sinn og bjó um hálfan annan
áratug á Eyjólfsstöðum að honum látnum.
Bæði hjónabönd Sigurðar voru barnlaus, en hann átti tvö börn utan
hjónabands:
1. Sigurður, f. 29. október 1821 í Bólstaðarhlíð, síðast bóndi á Refs-
stöðum á Laxárdal. Móðir þessa barns var Ingveldur (f. 15. júlí
1792) Jónsdóttir prests á Barði Jónssonar og k. h. Guðrún Péturs-
dóttir prentara á Hólum Jónssonar. Ingvældur giftist síðar Guð-
mundi bónda á Brún Jónssyni, bróðursyni Björns annálaritara á
Brandsstöðum Bjarnasonar. Ætt frá þeim Brúnarhjónum, Guð-
mundi og Ingveldi, er rakin að nokkru í Húnavöku 1978 í þættinum
um Guðmund ríka í Stóradal, og vísast hér til þess.
2. Rannveig Ingibjörg, f. 20. febrúar 1832 á Geithömrum og dáin 14.
maí 1912. Hún varð seinni kona Björns bónda á Hofi í Vatnadal
Oddssonar og voru synir þeirra Magnús prófastur á Prestsbakka og
Oddur prentsmiðjustjóri. Móðir Rannveigar var Sólrún Þórðar-