Húnavaka - 01.05.1981, Page 125
HÚNAVAKA
123
dóttir, alsystir Þórðar bónda í Ljótshólum, en þaðan er beinn karl-
leggur til Björns lögsagnara á Guðlaugsstöðum Þorleifssonar. Só-
rún átti síðar Björn Hannesson frá Tindum. Björn var dugnaðar
bóndi. Hann keypti Rútsstaði af Jónasi Jónassyni þegar hann flutti
suður að Stardal. Bjuggu þau hjón svo á Rútsstöðum 1850-65. Þar
lézt Sólrún 7. apríl 1853.
35. Kristján Jónsson, Mosfelli.
Á Mosfelli mundar svellaviður,
knár við lifir kosti fróns,
Kristján þrifinn arfi Jóns.
(mund: hönd, mundarsvell: kenning fyrir sverð eða gull, viður þess:
maður).
Kristján er fæddur 1799 á Eiðsstöðum í Blöndudal og dáinn 28. maí
1866 i Stóradal. Foreldrar hans voru Jón bóndi á Snæringsstöðum
Jónsson og kona hans Sigríður Jónsdóttir, — sjá þátt Jóns á Snær-
ingsstöðum.
Ólst upp í foreldrahúsum. Hóf búskap rúmlega tvítugur í tvíbýli við
móðurbróður sinn Svein Jónsson í Ljótshólum. Þar bjó hann ekki
nema í eitt ár. Búskaparferill Kristjáns er svo þessi: Bóndi á Mosfelli
1822-32, Snæringsstöðum 1832-47 og Stóradal 1847-1866. Kristján
var kenndur við Stóradal og fékk kenningarnafnið hinn ríki. Hann
varð landskunnur maður. Um hann mætti því skrifa langt mál, en það
á ekki við í þessum þáttum. Hér læt ég duga að tilfæra ummæli þau,
sem um hann eru höfð í íslenzkum æviskrám en þar mun byggt að
mestu á upplýsingum frá Magnúsi Björnssyni á Syðra-Hóli. Þar segir
svo: „Mikill fjárafla og fjárgæzlumaður, bjó lengi einu stærsta búi í
Húnavatnssýslu. Tíundaði 80 hundruð í lausafé og átti í jarðeignum
nálægt 200 hundruðum. Stjórnsamur, hygginn og framsýnn, glað-
lyndur, greindur og orðheppinn. Sleppti ekki tækifæri til ábata, var þó
raunsamur og gaf stórgjafir. Gaf eftir niðurskurðinn 1858 100 lömb til
að skipta á milli fátækra bænda í Sveinsstaða- og Þverárhreppum.
Hjálparhella í heyleysi og harðindum. Ógjarn að láta hlut sinn. Rak
270 sauði sína á útmánuðum suður heiðar 1858, ofan í Biskupstungur,