Húnavaka - 01.05.1981, Síða 126
124
HÚNAVAKA
til að forða þeim frá niðurskurði, stóð ferðin 3 sólarhringa (réttara
mun 4 sólarhringa) og varð all fræg“.
Um Kristján er skrifað í bókinni Afreksmenn eftir Jónas Þorbergs-
son. Þar er og birt kvæði eftir séra Gunnar Árnason frá Skútustöðum
um Kristján og sauðareksturinn.
Kristján var tvíkvæntur, en átti ekki börn í hjónabandi, enda voru
báðar konurnar rosknar, þegar hann kvæntist þeim, sú fyrri tæpt
sextug og hin síðari hálf sjötug.
Fyrri konan (g. 7. 1. 1822) Helga Pétursdóttir, dáin 20. desember
1843. Foreldrar: Pétur bóndi á Geithömrum Bjarnason og kona hans
Hólmfríður Gisladóttir frá Rútsstöðum. Seinni konan (g. 14. 10. 1847)
Ingibjörg Guðmundsdóttir ekkja Þorleifs Þorkelssonar hreppstjóra í
Stóradal. Mikil ætt er þó frá Kristjáni í Stóradal, bæði hér heima á
Islandi og vestan hafs. Átti hann alls 5 börn, og barnsmæðurnar voru
jafn margar. Verða börn hans nú nefnd og getið nokkurra niðja.
1. Kristín Kristjánsdóttir (Jónssonar og Sigríðar Jónsdóttur) f. 26.
júní 1818 á Snæringsstöðum, en þar var móðirin þá vinnukona.
Kristín átti Benedikt (f. 22. febrúar 1824) Jónsson bónda á Steiná
Jónssonar og næst síðustu konu hans Guðbjargar Þorsteinsdóttur
frá Hryggjum. Benedikt og Kristín bjuggu á Mosfelli 1846-67 og
Rútsstöðum 1867-73. Áttu alls 7 börn. Meðal þeirra:
a. Kristján, f. á Mosfelli 23. nóvember 1849, kvæntur Guðrúnu
Jónsdóttur, bjuggu bæði á Rútsstöðum og Hrafnabjörgum.
Fluttu til Vesturheims með konu og börnum. Tóku sér ættar-
nafnið Benson.
b. Anna Jónína. Flutti einnig til Vesturheims.
c. Benedikt, f. 6. maí 1858 á Mosfelli, d. 20. mai 1921 á Hæli. Bjó í
Hamrakoti 1893-1900 og svo á Hæli til dánardægurs. Kona hans
var (g. 1903) Elísabet Ragnhildur (f. 1872, d. 1962) Guðmunds-
dóttir bónda á Hurðarbaki 1870-74 og Mjóadal 1874-77 Jóns-
sonar bónda á Hurðarbaki 1853-70. Kristjánssonar bónda á
Hurðarbaki 1817-47, Brandssonar bónda á Ytra-Skörðugili
Brandssonar bónda á Stekkjarflötum Skagafirði Bergssonar
vinnumanns á Syðri-Langamýri 1703 og síðar bóndi í Stafni í
Svartárdal og Sölvanesi í Skagafirði Brandssonar, en sá Brandur
er sennilega sami maðurinn og Brandur Sigurðsson, sem býr í
Haga í Þingi 1703 og Miðhúsum 1713. Sonarsonur Benedikts á
Hæli (c) er Heiðar Kristjánsson bóndi á Hæli.