Húnavaka - 01.05.1981, Blaðsíða 127
HÚNAVAKA
125
2. Kristján Kristjánsson (Jónssonar og Ingigerðar Sveinsdóttur, sem
þá var vinnukona í Holti í Svínadal). Kristján er fæddur 18. des-
ember 1831 og dáinn 1. maí 1888 á Snæringsstöðum. Bóndi á
Snæringsstöðum 1867-dd. Kona hans var Steinunn Guðmunds-
dóttir í Kirkjubæ í Norðurárdal Ólafssonar, f. 3. september 1841, d.
9. október 1881. Lézt 7 dögum eftir að hún fæddi síðasta barnið.
Þau Snæringsstaðahjón eignuðust alls 12 börn. Nokkur barnanna
dóu þegar í bernsku og sum fóru til Vesturheims. Tveir synir urðu
nafnkunnir menn:
a. Jónas læknir, f. 20. september 1870. Kona hans var frænka hans
Hansína Benediktsdóttir frá Grenjaðarstað. Sonarsonur þeirra
er Jónas Kristjánsson ritstjóri Dagblaðsins í Reykjavík.
b. Benedikt, f. 16. desember 1874 á Snæringsstöðum í Svínadal,
skólastjóri á Eiðum og svo ráðunautur og bóndi á Þverá í Öxar-
firði. Meðal barna hans er Helgi útvegsbóndi og kaupmaður í
Vestmannaeyjum.
3. Sveinn Kristjánsson (Jónssonar og Guðrúnar Sveinsdóttur), f. 27.
febrúar 1833 á Snæringsstöðum, d. 28. janúar 1886 í Litladal.
Bóndi í Litladal 1867-dd. Kona hans (g. 14. september 1867)
Hallgerður, f. 17. nóvember 1830, d. 6. júlí 1885 Magnúsdóttir,
Leirvogstungu í Mosfellssveit Magnússonar. Meðal barna þeirra
Jónas (Sveinsson) síðast bóndi í Bændagerði við Akureyri og dótt-
ursonur hans Jónas Jónasson útvarpsmaður og rithöfundur.
4. Benedikt Kristjánsson (Jónssonar og Sigurlaugar Sæmundsdóttur
frá Gröf í Víðidal). Prestur að Grenjaðarstað, f. 5. nóvember 1840,
d. 26. janúar 1915. Tvíkvæntur. Meðal fyrri konu barna: 1) Bjarni
gestgjafi á Húsavík faðir Gunnars ráðunautar og 2) Hansína, sem
átti frænda sinn Jónas lækni Kristjánsson.
5. Rósa Kristjánsdóttir, fædd á Snæringsstöðum í Svínadal 8. október
1844. Móðir hennar hét Sigurlaug Sæmundsdóttir. Hún giftist
Birni nokkrum Jónssyni. Þegar Rósa fæddist var hún skrifuð Guð-
mundsdóttir en við hjúskap Sigurlaugar var hún skrifuð Björns-
dóttir og stóð svo þar til Rósa er fermd, en þá loksins gekkst
„Signor“ Kristján í Stóradal við faðerni hennar. Rúmlega tvítug
giftist Rósa Stefáni Jónssyni og bjuggu þau nokkur ár á Ásum í
Svínavatnshreppi. Þá fluttu þau til Vesturheims, ásamt börnum
sínum, að minnsta kosti fjórum. Stefán lézt 24. apríl 1917. Þau hjón
eiga þar niðja.