Húnavaka - 01.05.1981, Side 128
126
HÚNAVAKA
Helga kveður svo bændurna í Auðkúluprestakalli með þessum
tveim vísum:
Öllum þessum auðnan hressing veiti
hér og síðar hagsældir,
hljóti skíðaviðirnir.
Talið ára telst nú stár hjá lýðum
óðs við bundið endingu,
átjánhundruð og þrjátíu.
*
JÖRUNDUR UNDIR JÖRUNDARFELLI
OG ÁSMUNDUR UNDIR ÁSMUNDARNÚPI.
1 fornöld bjuggu þeir Jörundur undir Jörundarfelli og Ásmundur undir Ásmund-
arnúpi. Voru þeir vinir miklir, en á efri árum trylltust þeir, og gekk hvor í það fell, sem
við hann er kennt. Það er mælt, að Ásmundur hafi átt þau vopn og herklæði, er voru
gersemi mikil. Festi hann þau framan í hamar einn í Ásmundarnúpi og mælti svo
fyrir, að þeim einum skyldi auðið verða að ná þeim, er ekki léti skirast og ekki hefði
alist á öðru hin fyrstu tólf aldursárin en kaplamjólk og hrossakjöti, en engum hefur
auðnast að ná þeim til þessa. Þeir Jörundur og Ásmundur höfðu mikla ást á Vatnsdal,
og eru þeir ármenn eða bjargvættir dalsins. Einhvern harðindavetur heyrðu menn þá
vera að ráðgjöra að refta yfir dalinn, svo snjór félli aldrei i hann, en sú ráðagjörð fórst
fyrir, því þeim þótti dalurinn verða ófegri, ef sól næði eigi að skina í hann.
Þjóðsögur Jóns Árnasonar.
BRÚNKLUKKAN.
Brúnklukkan er allt að því þumlungur á lengd, svört á lit með hvítan dil að aftan og
lifir í vatni. Hún er svo eitruð að hverri skepnu, sem gleypir hana að óvörum ofan í sig
er vis bani búinn, þvi hún smýgur í gegnum innyflin, þangað til hún læsir sig inn í
lifrina, og hættir ekki fyrr en hún hefur étið hana upp, enda deyja þá menn og
málleysingjar, þegar svo er komið, ef henni verður ekki ælt upp áður. Ekki þurfa menn
að hugga sig með því að hún drepist af hitanum niðri í manni, þvi sagt er, að hún þoli
þrjár grasagrautarsuður.
Þjóðsaga.