Húnavaka - 01.05.1981, Page 129
ÓSK SKARPHÉÐINSDÓTTIR, Blönduósi:
Draumur
Oskar Guðmundsdóttur,
Sellandi
Á árunum 1871-1875, bjó á Brún í Svartárdal Halldór Guðmunds-
son, ókvæntur maður, sem hafði áður búið þar ásamt foreldrum sín-
um, sem nú voru baqði látin. Jón bróðir Halldórs drukknaði á unga
aldri við Reykjaströnd í Skagafirði. Systur átti Halldór, er Ósk hét og
bjó hún um þessar mundir í Sellandi i Blöndudal ásamt manni sínum
Jóni Þorsteinssyni frá Gilhaga í Skagafirði.
Arið 1875 brá Halldór búi og gerðist húsmennskumaður á Brún, og
hafði á fóðrum nokkrar kindur og reiðhest sinn, mikinn eftirlætisgrip,
sem nefndur var Ljósaskjóni. Þannig mun hafa verið háttað högum
Halldórs næstu sjö árin. En svo gerðist það í febrúar 1892, að Halldór
veiktist hastarlega með svo miklum innvortis kvölum og uppköstum,
að eftir rúmlega tvo sólarhringa var hann allur. Dauða Halldórs bar
að hinn 22. febrúar, og þá var hann aðeins 56 ára.
Eftir jarðarför Halldórs samdist svo um, að bóndinn á Brún tæki
skepnur hans í umsjá sína til vors.
Nokkrum vikum eftir jarðarförina dreymdi Ósk í Sellandi draum
þann, er nú skal greina. Henni þótti hún úti stödd og Halldór bróðir
hennar hjá henni. Ekki minntist hún þess í draumnum, að hann væri
látinn. Norðan við bæinn í Sellandi var hesthúskofi, og fannst Ósk í
draumnum Halldór ganga inn i kofann og drepa fæti niður hér og þar
á kofagólfið og segja: „Það er þurrt og þokkalegt hér, það færi vel um
Ljósaskjóna hér“. Lengri var draumurinn ekki.
Um morguninn þegar hjónin í Sellandi voru komin á fætur, sagði
Ósk manni sínum drauminn og mæltist til, að hann færi út að Brún og
liti eftir hvernig Ljósaskjóna liði. Brást Jón vel við þessari bón hennar
og fór samdægurs út að Brún. Þegar hann kom í hesthúsið þar sem