Húnavaka - 01.05.1981, Page 130
128
HÚNAVAKA
Ljósaskjóni var, leist honum ekki vel á. Hesturinn var blautur og mjög
óhreinn. Taðið í kofanum bar þess merki, að ekki hafði verið mokað
undan hestinum í langan tíma. Jón tók nú hestinn heim með sér og lét
hann í kofann, þar sem Halldóri, eftir draumnum að dæma, virtist
vera svo ákjósanlegur staður fyrir Ljósaskjóna.
*
SKOFFfN OG SKUGGABALDUR.
Skoffin er sagt að sé afkvæmi tófu og kattar, og er kötturinn móðir. Verða þvi
skoffin ætið drepin áður en þau komast upp.
Skuggabaldrar eru í föðurætt af ketti, en i móðurætt af tófu og eru þeir eins skæðir
að bíta og stefnivargar eða refir, sem galdramenn magna til að rifa annars fé og ekki
kveikja menn byssur, þegar á þá er hleypt.
Einn skuggabaldur hafði eitt sinn gjört sauðfé húnvetninga mikinn skaða. Fannst
hann loks í holu einni við Blöndugil og varð þar drepinn með mannsöfnuði. Sagði
skuggabaldurinn i þvi hann var stunginn: „Segðu henni Bollastaðakisu, að hann
skuggabaldur hafi verið stunginn i dag i gjánni." Þetta þótti undarlegt. Kom bani
skuggabaldurs að Bollastöðum og var þar nótt. Lá hann uppi i rúmi um kvöldið og
sagði frá þessari sögu. Gamall fressköttur sat á baðstofubita. En þegar maðurinn
hermdi orð skuggabaldurs, hljóp kötturinn á hann og læsti hálsinn með klóm og kjafti,
og náðist kötturinn ekki fyrr en höfuðið var stýft af honum, en þá var maðurinn
dauður.
Þjóðsögur Jóns Árnasonar.
DRYKKJURÚTURINN.
Einu sinni voru tveir menn að smiða stórsmíði í smiðju. Að áliðnum degi kom
drykkjumaður nokkur á sama bæinn. Hann var svo illa til reika, að hann valt sofandi
af hestbaki og ofan í hlaðbleytuna. Tóku smiðirnir hann þá, báru hann inn i smiðju og
lögðu hann þar á viðarkolabing. Svaf hann þar til þess dimmt var orðið. En um það
bil sem smiðirnir hættu að smíða, en höfðu þó ekki slökkt eldinn, fór drykkjurúturinn
að rumskast. Fóru þeir þá út i horn og Iétu ekkert til sin heyra. Drykkjurúturinn
þreifar þá allt í kringum sig, finnur kolin undir sér og sér i eldsglæðurnar hálfslokknar.
Hugðist hann þá vera dauður og vaknaður upp i helviti. Hann reis upp við olnboga og
hlustaði um stund. En þegar hann heyrði ekkert, leiddist honum og kallaði hátt:
„Getur nú enginn af öllum þeim djöflum, sem hér eru samankomnir gefið mér í
staupinu?11
Þjóðsögur Jóns Árnasonar.