Húnavaka - 01.05.1981, Síða 131
Sr. ÁRNI SIGURÐSSON:
Vinabæjarmót
í Nokia í Finnlandi
Dagana 5.-8. júní sótti ég vinabæjarmót í Nokia í Finnlandi. Flogið
var til Kaupmannahafnar og síðan tekin flugvél þar til Helsinki, eins
og Finnar nefna höfuðborg sína. Hafði ég komið þangað einum degi
fyrir mótið, svo að ég hafði nokkurn tíma til þess að skoða þessa fögru
borg Finnlands.
Helsinki, sem varð höfuðborg Finnlands snemma á 19. öld, ein-
kennist mjög af fögrum nýtísku byggingum, enda eiga Finnar færustu
arkitektum á að skipa. Einkum voru það tvær byggingar, sem vöktu
athygli mina öðrum fremur. En það var Finnlandia-húsið eftir arki-
tektinn heimskunna Alvaro Altó, en hann er íslendingum að góðu
kunnur því að hann teiknaði Norræna húsið í Reykjavík, sem minnir
nokkuð á þessa fögru byggingu.
Hin byggingin er kirkja frá árinu 1961, er stendur á Musteristorginu
í hjarta borgarinnar. Hún er mjög sérstæð í byggingu, byggð inn í klett
með hvolfþaki yfir. Kirkjan þykir með fegurstu guðshúsum og er
álitið, að um hálf milljón manna heimsæki hana á ári hverju. Höfðu
tvær teikningar af kirkjum verið gerðar áður en þessi teikning var
endanlega valin, en hún er eftir bræðurna Timo og Tuomo Suom-
alainen, sem gátu sér þegar frægðar fyrir kirkjuna.
Síðla sama dag tók ég lestina til borgarinnar Tammerfors eða
Tampere eins og Finnar kalla hana. Tampere er næst stærsta borg
Finnlands og mikil iðnaðarborg. Þar tók á móti mér formaður Nor-
ræna félagsins, Matti Varanki, ásamt fríðu föruneyti. Sat ég þegar um
kvöldið ágæta veislu hjá þeim og síðar var haldið til áfangastaðar,
vinabæjarins Nokia, sem liggur um 15 km vestan Tampere. Bærinn,
sem er nokkuð dreifður um byggðina, telur 23.612 íbúa. Hann var
hluti af hinu forna Birkala héraði, sem skiptist eftir 1922 í norður og
suður Birkala. Norður-Birkala varð kaupstaður árið 1937 og ári síðar