Húnavaka - 01.05.1981, Síða 133
HÚNAVAKA
131
ráðhúsi bæjarins, þar sem kynning fór fram og umræður um norræn
samskipti. Síðan var blaðamannafundur þar sem við fulltrúarnir vor-
um spurðir um land okkar og þjóð. Eftir hádegi voru hin ýmsu iðjuver
og verksmiðjur skoðaðar og um kvöldið var öllum boðið upp á
saunabað og kvöldverð.
Síðasta mótsdaginn heimsóttum við stórt elliheimili, þar sem elsti
vistmaðurinn var nýiega orðinn 100 ára. Gat ég þess, að þar ættum við
á Blönduósi vinningin yfir þá, þar sem heiðursborgari bæjarins,
Halldóra Bjarnadóttir, væri nú orðin 106 ára. Virtust allir undrast
mjög hinn háa aldur Islendinga.
Síðan var farið með okkur fulltrúana í skoðunarferð um bæinn og
skoðuðum við hinar ýmsu stofnanir, er áður hafa verið nefndar.
Einnig gróðursettum við vináttutré á einu aðaltorgi bæjarins, hina
svokölluðu Birkala-björk, sem tákn vináttu og vaxandi samskipta í
framtíðinni. Var nafn viðkomandi vinabæjar sett við rætur trésins.
Síðar um kvöldið fór fram kveðjuhóf í gömlu og virðulegu hóteli, er
heitir Ellivuori og er nokkuð utan við bæinn. Er umhverfi þar mjög
fagurt og fluttum við fulltrúarnir, einn frá hverju landi, kveðjuræður
og skipst var á gjöfum.
Síðasti dagurinn var sunnudagur og jafnframt brottfarardagur, en
þann dag flugum við til Kaupmannahafnar á leið hver til síns heima.
Var ferð þessi öll hin fróðlegasta og kynni öll af frændum okkar á
hinum Norðurlöndunum hin ánægjulegustu en móttökur allar hjá
Finnunum eins og best var á kosið. Gaf þetta vinabæjarmót góða von
um aukin kynni og samvinnu milli vinabæja okkar í framtíðinni.
•H*
FJALLIÐ SPRAKK
Anno 1720: Þá um haustið skeði það mikla skriðu- eður fjallhlaup i Vatnsdal in
Octobri, að fjallið sprakk fram yfir bæinn á Bjarnastöðum í Vatnsdal, tók burt allt, er
þar var kvikt, menn og málleysingja, hús og tún gjörvallt ásamt engi því, er þar nálægt
var. Fórust þar í 7 menn með bónda og húsfreyju. Stíflaði svo þetta mikla fjallhlaup
upp Vatnsdalsá, að mikið vatnsflóð varð fyrir framan skriðuna, hvert fljót eður flóð
burttók að mestu um nokkur ár allt engjatak undan 8 Þingeyrajörðum. Hefur i því
flóði fengist mikil silungsveiði.
Sjávarborgarannáll.