Húnavaka - 01.05.1981, Page 136
HALLGRÍMUR SVEINN KRISTJÁNSSON, Kringlu:
Sæmundur á Sæbóli
Sæmundur var sérkennilegur maður um marga hluti, hann var
skyggn og draumamaður og trúði á þá. Hann erfði þessa eiginleika frá
móðurinni. Hún var skyggn og draumspök svo af bar, hana dreymdi
oft að hún hefði vængi og þá flaug hún út í geiminn yfir heiðar
sérstaklega. Sá hún þá oft skepnur sem höfðu orðið eftir upp á afrétt
eftir allar göngur, gat oft lýst landslagi svo að það var hægt að hafa
hliðsjón af því. Hún hét Valborg.
Sæmundur var mikill heiðarmaður, fór í allar göngur og eftirleitir
en frægastur var hann fyrir sínar einföruleitir. Hann fór margar ferðir
einn fram á afrétt löngu eftir allar göngur, alltaf fann Simmi eitthvað.
Hann dreymdi fyrir þegar hann átti að fara eða þá móður hans ekki
síður. Afréttarlandið var afar leitótt, hraun framan frá jökli og útundir
miðja heiði, á parti í því voru skútar og bollar og gróður talsverður.
Sæmundur taldi að hraunið yrði aldrei smalað sauðlaust. Víða var
ófært með hesta enda fann hann oftast nær eitthvað þar í sínum
einföruleitum.
Sæmundur var fjárræktarmaður, átti framúrskarandi fjárstofn. Nú
skal sagt frá tildrögum þess.
Það bar til sem oftar að Valborgu dreymdi að hún flygi yfir afrétt-
ina og þóttist sjá kind í háu felli, fannst henni hún vera komin langt
fram á afrétt. Valborg segir syni sínum drauminn. Hann þóttist hálf-
partinn kannast við landslagið en þótti ótrúlegt því hann var búinn að
þrautleita þetta svæði fyrir hálfum mánuði og hugsaði sér ekki til
hreyfings, þó gerði hann það vanalega þegar móður hans dreymdi slíka
drauma. „Ætlar þú ekki að fara, Sæi minn?“ sagði Valborg. „Ekki
strax, má ekki vera að því,“ svaraði hann.
Nokkrum dögum eftir að Valborgu dreymdi fyrrnefndan draum þá
dreymir hana sams konar draum, vaknar seinnipart nætur, fer á fætur
og segir Sæmundi. ,Jseja mamma, ég fer strax, þú tekur til nesti og