Húnavaka - 01.05.1981, Page 138
136
HÚNAVAKA
„En fallegur er hann, aldeilis gersemi, það væri gaman að eiga hann,“
hugsaði Sæmundur.
Nú þurfti að hafa hraðar hendur því það var orðið áliðið dags og
margra tíma ferð út að heiðargirðingu en það bjargaði málinu að það
var tunglskin. Ferðin gekk erfiðlega fyrst í stað en svo fór að ganga
betur. Klukkan níu um kvöldið var Sæmundur kominn út að heiðar-
girðingu, þá var hann orðinn það dasaður að hann treysti sér ekki
lengra með hrússa en mundi þá allt í einu að skotbyrgi var skammt
upp með girðingunni. Þangað fór hann og ætlaði að láta þar fyrir
berast. Lúgugat var á skotbyrginu og þar tróð hann hrússa niður um
og fór sjálfur á eftir. Hann var feginn hvíldinni, fékk sér bita og sopa úr
fleygnum. Fljótlega fór honum að líða illa, bæði í höfði og baki eftir
byltuna frægu, reis upp og fór út, setti hlerann yfir gatið og stein ofan
á eins og það var áður.
Til fremsta bæjar var talinn klukkutíma gangur. Sæmundur setti á
sig skíðin og fékk sér tvöfalda hressingu og leið strax mun betur og
renndi af stað. Þegar hann var hálfnaður leiðar tók hann af sér skíðin
og skildi þau eftir því þá var skíðafærið búið. Þegar Sæmundur kom
að túninu á Seltúni, sá hann ljós í einum glugga og vissi að það var í
hjónahúsinu. Hann fór heim og gerði vart við sig. Þá var brugðið skjótt
við í bænum og hann opnaður og Sæmundur boðinn velkominn.
Sagði hann ferðasögu sína og þótti hún merkileg. Gisti Sæmundur þar
um nóttina.
Morguninn eftir fóru þeir Kári á bíl Sæmundar og komust hálfa
leið að heiðargirðingunni og löbbuðu það sem eftir var. Hrússi var í
byrginu og virtist hafa það gott. Hann var dreginn út og settur á
sleðann og bundinn, síðan var lagt af stað. Gekk ferðin vel út að
bílnum og þar var allt sett í bílinn. Þegar kom út að Seltúni fór Kári
ekki lengra og þar kvöddust þeir vinirnir.
Nú var ekið beint strik til Odds oddvita til að afhenda hrútinn.
Þegar þar kom þá var þar staddur Þorkell hreppstjóri. Fögnuðu þeir
Sæmundi og töldu þetta afrek þegar hann var búinn að segja þeim
ferðasöguna. Allt í einu bregður Þorkell við og biður Odd að tala við
sig einslega. Eftir litla stund koma þeir aftur. Þá segir Þorkell: „Við
ætlum að gefa þér hrútinn Sæmundur og göngum alveg frá því, svo þú
mátt fara með hann sem þína eign.“ Það lifnaði heldur yfir Sæmundi,
þetta var það sem hann þráði en hélt að það yrði aldrei svona einfalt.
Hann þakkaði höfðingjunum fyrir með kossi og handabandi. Þá sagði