Húnavaka - 01.05.1981, Síða 139
HÚNAVAKA
137
Þorkell: „Þú átt þetta sannarlega skilið, búinn að sýna það oft að þú
hefur lagt heilsu og jafnvel líf í sölurnar til þess að bjarga skepnum á
afrétti.“ Eins og áður var getið var aldrei hægt að gera neitt úr marki á
hrússa nema ómark. Svo kvöddust þeir með virktum.
Sæmundur hraðaði sér heim til móður sinnar. Þau bjuggu bara tvö
saman. Valborg fagnaði syni sinum. „Ég vissi að þú hafðir það erfitt,“
sagði Valborg þegar hann var búinn að segja alla ferðasöguna. „Þetta
stóð allt heima eins og þig dreymdi, mamma.“
Þessi hrútur, sem Sæmundur fékk þarna, reyndist framúrskarandi
kynbótaskepna, gjörbreytti fjárstofni Sæmundar á næstu árum og
varð frægur um héraðið. Sæmundur seldi árlega mikið af hrútum svo
héraðið naut þess í ríkum mæli.
*
OFDRYKKJA, TAFL OG PORTKONUR.
Enn eru þeir hlutir, er þú skalt svo varast sem fjanda sjálfan. Það er ofdrykkja og
tafl, portkonur og þrætur og kast um viðurlögur. Því að af þessum grundvöllum
timbrast hinar mestu ógiftur, og fáir einir munu lengi lastalausir lifa eða glæpa, er eigi
varast þessa hluti.
Konungs skuggsjá.
EF ÞÚ VILT ALLVITUR HEITA.
Það skaltu og vist hugleiða, að aldrei gangi sá dagur yfir þig, að eigi nemir þú
nokkurn hlut þann, er þér sé gagn i, ef þú vilt allvitur heita. Og ver eigi þeim líkur, er
það þyki ósæmd vera, að annar segir eða kennir þeim þá hluti, er þeim væri mikið
gagn í, ef þeir næmi. Láttu þér jafnmikla sæmd að nema sem að kenna, ef þú vilt
allfróður heita.
Konungs skuggsjá.
VELLA ÁKAFLEGA.
Svo virðist mér og vötn þau sum, er þar (á Islandi) eru, að sumri náttúru sem eldur
sá, er vér ræddum um. Þvi að þar eru þær keldur, er æ og æ vella ákaflega bæði vetur
og sumar. Nú er stundum svo mikill ákafi á vellu þeirra, að þær spýja langt i loft upp
vatni úr sér. En hvað sem menn leggja þar i hjá keldunum í þeim tíma, er þær spýja,
hvort sem það er klæði eður tré eður hvatki það er, ef það vatn kemur á í niðurfalli
sínu, þá verður það allt að steini. Og þyki mér þau likindi mest til draga, að vatnið
mun dautt vera, að það dregur til dauðrar náttúru hvaðvetna það, sem það vætir með
sinu ádrifi, því að steinninn hefir dauða náttúru.
Konungs skuggsjá.