Húnavaka - 01.05.1981, Side 141
RAGNHEIÐUR BLÖNDAL, Brúsastöðum:
Sá gamli brást aldrei
Einn af þessum nöturlegu dögum í byrjun hausthretanna nú í ár,
var er gamli Jarpur var felldur. Finnst mér ekki of mikið þótt ég
minnist þessa gamla góða öldungs i hópi hrossa með nokkrum orðum
og sendi honum hinstu kveðju.
Hann Jarpur okkar varð aldrei neitt númer á kapphlaupabraut eða
gat sér orðstír á h’estamótum, né heldur steig hann fæti sínum á
merktan skeiðvöll, þó hann hefði án efa átt þangað eins mikið erindi
og hver annar þá er hann var upp á sitt besta. En á hverju hausti í 23 ár
fór hann í göngur og stóð á þrítugu er hann fór í þær síðustu. Þrjú
síðustu árin var honum hlíft við gangnaferðum, en tekinn aðeins í
smásnatt og krökkum leyft að koma á bak honum, en þó hann kæmist
á fertugsaldurinn varð hann aldrei neinn smábarnahestur, sökum þess
hve viljugur hann gat orðið og einráður.
Ótaldar eru allar þær fjalla- og hálsaferðir, auk gangnaferðanna
sem hann tók þátt í af sínum mikla dugnaði, þvi venja var, ef fara
þurfti í „fjallið“ þ.e. Víðidalsfjall, eða aðrarerfiðar smalamennskur og
taka þurfti hest, þó um fleiri hesta væri að ræða, að húsbóndi hans
sagði: „Ætli ég láti ekki hann gamla minn hafa það,“ og sá gamli brást
aldrei, síviljugur og óþreytandi. Jarpur var heimaalinn, hár og sterk-
legur myndarhestur, þægilegur ásetu og alltaf til í hvaða at sem var.
Skeið hafði hann svo mikið og rúmt að röskir hestar máttu hafa sig alla
við á stökki til að fylgja honum eftir, og jafnvel þó hann væri farinn að
reskjast. Tölt hafði hann líka, en frekar spar á það, en ef vel lá á honum
og hann greip til töltsins var vart hægt að hugsa sér þægilegra sæti,
kom það einkum fyrir á heimleið eins og títt er um hesta, og svo var
með Jarp að sama var hvar honum var sleppt, hann var óðara kominn
heim. Síðasta sumarið sitt var Jarpur ekkert ónáðaður en gekk í haga
með ungum tryppum sem virtist þykja félagsskapur hans góður, en