Húnavaka - 01.05.1981, Page 143
PÉTUR SÆMUNDSEN:
Barsmíð á Blönduósi 1877
Kærubréf það, er hér hér á eftir, er trúlega hið fyrsta, sem ritað er út
af misklíðarefni á Blönduósi. Höfundur þess, Björn Sigurðsson (29.
okt. 1856 — 22. jan. 1930), var frá Sæunnarstöðum í Hallárdal, sonur
Sigurðar Finnbogasonar bónda þar.
Björn, sem ekki var nema tvítugur
þegar kæran er skrifuð, gerðist ung-
ur verzlunarmaður við Hólanes-
verzlun á Skagaströnd. Var um tíma
í þjónustu Gránufélagsins, rak
verzlun í Flatey og víðar og frá 1903
í Kaupmannahöfn. Varð banka-
stjóri við Landsbanka íslands 1910,
en gegndi síðast störfum sem við-
skiptafulltrúi íslands í London.
„Þótti bera af öðrum kaupmönnum
um sína daga að þjóðrækni og
frjálslyndi.“
Samtímaheimild þessi, sem er
trúverðug, styður lýsingar Magnús-
ar Björnssonar bónda og fræði-
manns á Syðra-Hóli, á Friðrik
Hildebrandt, verzlunarstjóra á
Hólanesi í snilldarþætti hans „Húsfrú Þórdís“ (Svipir og sagnir I, bls.
11-66, sbr. Hrakhólar og höfuðból, bls. 208-262).
Það er eftirtektarvert, að atvik þetta á sér stað aðeins rúmum sex
vikum eftir hið sviplega fráfall Thomasar Thomsen, mágs Hilde-
brandts 24. júní þá um sumarið. Kæru þessarar finnst ekki getið i
sáttabók Hjaltabakkaumdæmis, en dómabók Húnavatnssýslu frá 1.
júní 1877 til 10. marz 1879 finnst nú ekki. Er það ekki sízt bagalegt,