Húnavaka - 01.05.1981, Síða 144
142
HÚNAVAKA
vegna þess að þar væri að finna dómsrannsókn á dauðaslysi Thomsens
og útmælingu á nokkrum elztu lóðum á Blönduósi.
Þareð jeg er orðinn missáttur við verzlunarstjóra Fr. Hillebrandt á Blönduósi,
er fyrr hefur verið húsbóndi minn, hlýt ég herra Sýslumaður að leyta fulltingisyðar
til að geta náð rjetti mínum. Svo er mál með vexti, að þá er ég bað verzlunarstjóra
Hillebrandt lausnar úr þjónustu hans í lok kauþtíðar eins og hann var búinn að
lofa mjer áður, og fór þess á leit við hann 6. d. ágústm. síðastl., þá hafði hann við
það tœkifœri slík íllyrði við mig, að ég álít þau meiðandi fyrir mig og vil ekki
liggja undir þeim, þar sem hann meðal annars kallaði mig „uopragen Slyngel,
der ikke havde en Smule af Æresfölelse“, „infam Skurk“, „uforsk-
emmet Bæst“, m. fl.1
Nokkur af þessum orðum voru viðhöfð í verzlunarbúð hans hjer á staðnum,2 en
síðan veitti hann mjer eþtirföryfir í verzlunarhús Jóh. Möllers, og viðhafði þar
einnig í viðurvist og áheym J. Möllers sömu meiðyrði án allrar ástœðu frá minni
hálfu — þar jeg þóttist fara löglega úr þjónustu hans — og lagði hann þá til mín
um leið með hendinni og veitti mjer tvö högg í höfuðið, svo að merki sá eftir.
Sakir þessar hlýtjeg að krefjast, að fyrr nefndur verzlunarstjóri Fr. Hillebrandt
verði kallaður fyrir hinn heiðraða rjett, og að hann ef eigi verður sátt á komið, verði
dœmdur og sektaður fyrir áður talin meiðyrði og ofbeldisverk, sömuleiðis skyldaður
til að greiða mjer málskostnað skaðlaust og ennfremur að áður nefnd meiðyrði verði
dœmd dauð og ómerk.
Blönduósi 9. ágúst 1877.
Virðingarfyllst,
Björn Sigurðsson.
Til Sýslumannsins í Húnavatnssýslu.
1 Hr. illa uppalinn þorpari, sem ekki hafði snefil af sómatilfinningu, illræmdur
þrjótur, ósvífin skepna".
2 Þessi ummæli staðfesta svo ekki verður um villzt, að verslunarhús Hólanesverzl-
unar á Blönduósi (Björnshús) var byggt 1877 og er því elzta húsið á Blönduósi. Páll
Kolka segir í „Föðurtúnum“, að hús þetta hafi verið flutt frá Hólanesi gamalt.