Húnavaka - 01.05.1981, Side 146
144
HÚNAVAKA
þótti mér ómaklegt að vita hana „liggja óbætta hjá garði,“ og vakti
máls á því við eftirlifandi mann hennar. Tók hann því vel og fullyrti,
að hún hefði aldrei látið að því liggja, að henni væri móti skapi, að sín
yrði minnst með nokkrum vinarorðum eftir að hún væri öll.
Og nú, þegar á skal herða, er ég hikandi, því ég veit, að konur óska
sjaldnast eftir að vekja eftirtekt eða umtal hvorki lífs eða liðnar, en
öllum er samt vinarhugur þekkur.
Við sem nú lifum i neysluþjóðfélagi getum ekki sett okkur i spor
fátæks fólks eða einstæðinga, er lifðu á tveim síðustu tugum nítjándu
aldar, en á þessum harðinda og þrenginga tíma fæðist Sigurlaug, 22.
maí 1889. Þótt hún væri ekki af neinum aukvisum komin í föðurætt,
mun hún liafa alist upp á vegum móður sinnar, sem var ekkja eða
einstæð kona. Það lítið ég hefi heyrt um hana bendir til, að hún hafi
verið vel gefin, og ein af þessum hversdagsmanneskjum sem lífið knúði
til að lyfta Grettistaki, en var þó hvergi getið.
Ekki finnst mér ólíklegt, að hún hafi gefið dóttur sinni litlu, það eina
er hún átti, og um leið það besta sem barni getur veist, ástúð sína.
Einhvers staðar frá hefir Sigurlaug haft sína móðurlegu hlýju, og það
að geta ekkert aumt séð án þess að vilja úr því bæta.
Á yngri árum var Sigurlaug í vistum, eins og flestar stúlkur þá, er
ekki dvöldu í foreldrahúsum eða kunnu eitthvert sérstakt fag.
Eitt sinn heyrði ég hana segja, þá á efri árum: „Það er engin atvinna
verri eða óskemmtilegri en að vera vinnukona“. Þetta voru þung orð,
en því hefi ég ekki gleymt þeim, að mér skildist hvernig stórhuga og vel
gefnum stúlkum muni hafa verið innanbrjósts, að eygja enga leið út úr
ófrelsinu og stritinu og geta á engan hátt notið sin. Fleiri hliðar voru
þó á þessu máli, því að vera í vist á góðu og myndarlegu heimili var
hinn besti skóli, og eftirtektarvert var það, hversu margar stúlkur er
aldar voru upp við slík kjör urðu viðfelldnar í framkomu, og einnig vel
færar og myndarlegar húsmæður seinna meir. Þær voru vanar erfiði
og brá ekki við, þegar út í búskapinn kom, en nú fór einyrkja búskapur
að færast í vöxt.
Sigurlaug var í vistum á ýmsum heimilum, meðal annarra Húns-
stöðum í Torfalækjarhreppi. Húsráðendur þar voru foreldrar Sigurð-
ar Sigurðssonar er síðar varð berklayfirlæknir. Þau vildu styrkja Sig-
urlaugu til náms í Kvennaskólanum á Blönduósi og þar innritaðist
hún. Þann sama vetur vildi það hörmulega slys til, að Sigurður á
Húnsstöðum varð úti í aftaka veðri.