Húnavaka - 01.05.1981, Page 148
146
HÚNAVAKA
Vel man ég er ég sá Sigurlaugu í fyrsta sinni. Hún var þá búin að
vera í Sólheimum um lengri tíma. Mér var dálítil forvitni á að sjá
þessa konu sem ungi bóndinn hafði valið sér að lífsförunaut.
Mér geðjaðist vel að henni, hún var háttprúð og alúðleg og færði
það í tal, hvort við ættum ekki að reyna að koma á fót kvenfélagi hérna
í sveitinni. Tvisvar höfðu verið stofnuð hér kvenfélög en bæði orðið
skammlíf. Ég hafði sannast að segja haft heldur ótrú á þeim félags-
skap, þar sem aðeins voru konur, en ég tók þessu vel, sennilega vegna
þess hvernig hún bar hugmyndina fram. Ég átti lika eftir að breyta um
skoðun, því þetta var eiginlega eina leiðin fyrir okkur konurnar til að
hittast og kynnast og koma í veg fyrir að sérhver okkar yrði að mosa-
þúfu heima hjá sínum karli og krökkum. Ekki varð samt af þessari
félagsstofnun fyrr en sumarið 1944, og fyrsti fundurinn var einmitt í
Sólheimum. Þar áttu eftir að verða margir fundir. Sigurlaug var
ágætur félagi, ósérhlífin, tillögugóð og alveg laus við ráðríki eða yfir-
gang í nokkurri mynd. Hún var félagslynd og hún var dama.
Eitt var það sem kom mér á óvart í sambandi við félag þetta, og það
var hversu konurnar voru vel máli farnar og settu mál sitt skilmerki-
lega fram. Ævinlega voru fundirnir skemmtilegir, en þó var eflaust
mest gaman að hittast og spjalla saman.
Börn þeirra Sigurlaugar og Þorleifs eru:
Ejóla, ljósmóðir á Sauðárkróki, maður Ingólfur Guðmundsson, bif-
vélavirki. Börn þeirra eru þrjú.
Ingvar, bóndi og hreppstjóri í Sólheimum, kona Sigríður Ingi-
mundardóttir. Þau eiga fjögur börn.
Steingrímur, tæknifræðingur, kona Etel Þorleifsson, búsett í
Reykjavík. Börn þeirra eru fjögur.
Svanhildur, maður Ragnar Þórarinsson, bílstjóri, Blönduósi. Eiga
fjögur börn.
Sigurður, yngsti sonur Sigurlaugar og Þorleifs, andaðist á fyrsta ári.
Dóttur hafði Sigurlaug eignast áður en hún kom í Sólheima, Lára
heitir hún Guðmundsdóttir og ólst upp þar. Maður hennar var
Sveinberg Jónsson, bílstjóri og handverksmaður, búsett á Blönduósi
og síðar Reykjavík. Þeim varð margra barna auðið. Sveinberg er nú
látinn. Elsta dóttir Láru, Sjöfn Ingólfsdóttir, ólst líka upp hjá ömmu
sinni og manni hennar í Sólheimum. Allur er þessi niðjahópur at-
gervis- og myndarfólk.
Eins og fyrr getur, tók Þorleifur við jörð sinni úr leiguábúð, og