Húnavaka - 01.05.1981, Page 151
HÚNAVAKA
149
Kynni okkar Hilmars eru jafngömul minni mínu. Eg man hann
fyrst sem ungan atgjörvismann heima í Hvammi — síðar sem um-
svifamikinn bónda, félagsmálastarfsmann og nágranna. Á vinátttu
okkar og kynni hefir aldrei fallið skuggi.
Nú, við þessi þáttaskil eru mér ríkastir í huga þeir eðlisþættir, sem
svip sinn settu á alla hans gerð. Hann var hugsjónamaður, hann var
einlægur trúmaður og hann var vinfastur svo af bar.
í rauninni á það ekki að vera harmsefni, þó vinnulúinn erfiðismaður
fái hvíld að loknum löngum starfsdegi — fremur hið gagnstæða. En
oftast mun samt svo, að dauðinn, þessi eðlilegi og óumflýjanlegi
endapunktur alls lífs, veldur sársauka og söknuði þeim, sem næstir
standa og ekki fá lengur notið mannbætandi samfylgdar hins gengna.
Þannig er mér farið nú, og svo mun um alla þá, bæði skylda og
vandalausa, sem Hilmar áttu að vini. En mótvægi missis er ávinn-
ingurinn, sem af þvi hlaust, að þekkja og eiga að vini drengskapar-
mann.
Hilmar gegndi ýmsum trúnaðarstörfum, m.a. var hann einn af
stofnendum Ungmennafélagsins Vorboðinn og lengst allra í stjórn
þess, og heiðursfélagi frá 1967. Formaður Búnaðarfélags Engihlíðar-
hrepps á þriðja áratug og heiðursfélagi hin síðari ár. Formaður sókn-
arnefndar Holtastaðasóknar um árabil. Deildarstjóri samvinnufélag-
anna í nokkur ár, í stjórn Kaupfélags Húnvetninga í 12 ár og
heiðursfélagi hin síðari árin. I stjórn Búnaðarsambandsins í 26 ár, og
heiðursfélagi hin síðari ár, og í miðstjórn Framsóknarflokksins um
árabil.
Börn þeirra hjóna eru:
Halldóra f. 21. 9. ’37 húsmóðir í Reykjavík, gift Ólafi Jónssyni.
Guðmundur Frímann f. 26. 2. ’39 löggæslumaður og bóndi á Breiða-
vaði, kvæntur Guðrúnu Blöndal.
Anna Helga f. 31. 3. ’44 fóstra í Reykjavík.
Valgarður f. 29. 8. ’47 oddviti og bóndi Fremstagili, kvæntur Vil-
borgu Pétursdóttur.
Hallur f. 3. 9. ’54 bifreiðastjóri Fremstagili.
Línum þessum er ekki ætlað að vera eftirmæli. Þær eru sprottnar af
þeim hughrifum, sem andlátsfregn þessa vinar míns olli. Þær eiga bara
að vera framrétt hönd til kveðju og þakka.
Sigurður Þorbjarnarson.