Húnavaka - 01.05.1981, Page 165
HÚNAVAKA
163
Ingibjörg Þorleifsdóttir andaðist þann 30. september 1980 á Héraðs-
hælinu á Blönduósi. Hún var fædd 14. september 1891 að Stóra-Búr-
felli í Svínadal. Foreldrar hennar voru Þorleifur Erlendsson bóndi og
kona hans Ingibjörg Daníelsdóttir. Var Þorleifur faðir hennar sonur
bóndans og dannebrogsmannsins Erlendar Pálmasonar í Tungunesi,
er þótti meðal samtíðarmanna sinna manna vitrastur og djúphyggn-
astur. Meðal barna hans var Guðmundur í Mjóadal, faðir hins
mannglögga og mikilhæfa Sigurðar skólameistara á Akureyri. Þá voru
þessir ættmenn í nánum skyldleika við Stóradals- og Sólheimamenn,
Jón Jónsson í Stóradal og Jón Pálmason á Akri. Ingibjörg Daníels-
dóttir kona Þorleifs á Búrfelli var systir Daníels Daníelssonar ljós-
myndara og umsjónarmanns í Stjórnarráðinu, alkunns athafnamanns
um sína daga. Má geta þess að Ingibjörg kona Guðmundar í Asi var
afasystir Ingibjargar Þorleifsdóttur, í móðurætt. Virðist mér því að
hún eigi að telja til djúpviturs gáfufólks er haft hafi manna-
forráð í föðurætt og búskap og auðsæld í hennar móðurætt, enda hafði
hún gott búvit og rika og skarpa greind og dugnað. Hún var af seinna
hjónabandi föður síns, er átti alls 15 börn með konum sinum. Honum
búnaðist vel og var auðsæll, og var börnum hans haldið mjög til vinnu,
og ólust þau upp við reglusemi og góða hagi að þeirra tíma hætti.
Ingibjörg varð snemma þrekmikil til starfa og áhugasöm og ætlaði sér
að verða sjálfstæð í lífinu. Hún var það alla tíð. Ingibjörg Þorleifs-
dóttir fór á Hússtjórnarskólann í Reykjavík, og síðan lærði hún karl-
mannafatasaum á námskeiði á Sauðárkróki. Ingibjörg giftist 1922 Páli
Hjaltalin Jónssyni frá Hrísum í Vestur-Húnavatnssýslu, ágætum
manni, er átti ættir að rekja vestur á Snæfellsnes. Þau Páll eignuðust
eitt barn, Svavar bifreiðaeftirlitsmann á Blönduósi, kvæntan Hall-
gerði Helgadóttur frá Hvarfi í Víðidal.
Þau Ingibjörg og Páll bjuggu í Sólheimum í Svínadal í tvíbýli í 7 ár,
Hamrakoti í 5 ár og Smyrlabergi í 8 ár. Þau voru bæði dugleg við
búskap, en óviss búseta og sífelldur búferlaflutningur, er ekki vel
fallinn til auðsældar eða hagsældar. Það vantaði ekki að þau vildu
eignast jörð, en það var eins og forlögin ætluðu þeim það ekki. Eigi
efumst við um að Ingibjörgu hefði látið vel að hafa umsvif og búa á
góðbýli með gott vinnufólk til að stjórna. Hún var ágæt saumakona og
lét matreiðsla vel í höndum hennar. Þau hjón fluttu til Blönduóss 1943
og bjuggu ávallt í húsinu Baldursheimi. Páll andaðist 1944, þá 52 ára
að aldri. Bjó hún síðan með syni sínum þar til hann stofnaði eigið