Húnavaka - 01.05.1981, Page 167
HÚNAVAKA
165
mold á bernskuslóðum, á þeim stað er honum mun helgastur hafa
verið, í kirkjugarðinum á Þingeyrum við hlið föður og móður.
Með Ólafi Jónssyni er horfinn mikill og traustur Islendingur er unni
þjóð sinni og sveit hugástum til hinstu stundar. Þrátt fyrir rúmlega
hálfrar aldar dvöl fjarri „fósturjarðar ströndum,“ dvaldi hugur hans
jafnan á æskuslóðum. Á þessu langa tímabili kom hann nokkrum
sinnum til Islands, til þess að heimsækja æskuslóðir og ættingja, en
hann var jafnan bundinn sterkum böndum ættrækni og umhyggju. í
þessum heimsóknum til ættjarðarinnar kom hann jafnan færandi
hendi. Enginn helgidómur var honum kærari en Þingeyrakirkja. Veg
hennar vildi hann sem stærstan og veglegastan.
Hann mun fyrstur manna hafa vakið máls á því, að reist yrði
steingirðing sú er nú stendur umhverfis Þingeyrakirkju, en hún var
reist síðla árs 1962. Til þeirra framkvæmda gaf hann umtalsverða
fjárhæð. Einnig mun hann hafa lagt nokkurt fé til endurbóta á þaki
kirkjunnar.
Ólafur Jónsson frá Brekku var marksækinn dugnaðar- og sóma-
maður, íslendingur í þess orðs bestu merkingu, er hvarvetna vildi láta
gott af sér leiða. Jarðneskar leifar hans voru jarðsettar að Þingeyrum 4.
ágúst.
Sigvaldi Jóhannesson frá Enniskoti andaðist á Sjúkrahúsi Hvamms-
tanga 28. október. Hann var fæddur 27. febrúar 1899 að Hrappsstöð-
um í Víðidal í V.-Hún. Foreldrar hans voru hjónin Jóhannes Bjarna-
son bóndi þar og kona hans Sigurlaug Sveinsdóttir, bæði ættuð úr
V.-Hún.
Hann ólst upp með foreldrum sínum ásamt 6 systkinum, sem öll eru
á lífi. Aldamótaárið flutti hann að Enniskoti í Víðidal með foreldrum
sínum og þar var heimili hans til hinstu stundar. Árið 1913, er Sigvaldi
var 14 ára að aldri, missti hann föður sinn, en eftir það vann hann að
búi móður sinnar eins og títt var um unglinga á þeim tímum.
Árið 1926 tók hann síðan við búsforráðum og bjó ásamt móður sinni
og tveimur systrum, Guðrúnu og Lilju, í nokkur ár. í Enniskoti bjó
hann allt til ársins 1966 eða um 40 ára bil, en þá brá hann búi og
dvaldi síðan i skjóli Grétars Árnasonar og Sesselju Stefánsdóttur er
bjuggu þar um skeið. Síðustu ár ævi sinnar dvaldi hann hjá Krist-