Húnavaka - 01.05.1981, Page 172
170
HÚNAVAKA
svæðið frá Byggðalínunni, og
einnig um héraðið.
Tvær aðveitustöðvar við
Byggðalínuna voru teknar í
notkun þ.e.a.s. í Varmahlíð í
Skagafirði, sem þýðir að flutningi
frá Laxárvatnsvirkjun til Skaga-
fjarðar um Þverárfjallslínu hefur
verið hætt, og í Hrútatungu sem
þýðir að línur í Miðfirði og
Hrútafirði hafa nú verið færðar
af Hvammstangalínu yfir á að-
veitustöðina í Hrútatungu. Með
þessu hefur mjög verið létt á
spenni í aðveitustöðinni við
Laxárvatnsvikjun og línum frá
henni. Ný 33 KW stofnlína var
byggð frá Þverárfjallslínu við
Laxá, til Skagastrandar og byggð
þar aðveitustöð, sem er að vísu
ekki fullbyggð ennþá, vegna fjár-
skorts, en þó svo að hægt var að
tengja hana til bráðabirgða.
Flutningur til Skagastrandar var
orðinn mjög erfiðui bæði hvað
snerti flutningsgetu og spennu-
fa.ll, en Skagaströnd var áður á 11
KW dreifilinu sem liggur út á
Skaga.
Tengd var nú 3 fasa 11 KW
lína sem er á milli Laxárvatns-
virkjunar og Húnavalla. Með
henni gáfust möguleikar á að
setja upp dælur fyrir Hitaveitu
Blönduóss að Reykjum og einnig
að flytja bæi í Svínadal af
Langadalslínu yfir á þessa nýju
línu. Til þess að útvíkka þessa
möguleika og minnka töp, var
byggð ný lína milli Litla-Búrfells
og Sólheima. Einnig var hafin
styrking á Langadalslínu frá
Laxárvatnsvirkjun, með því að
þrífasa hana og hefur sú styrking
þegar náð að Kagaðarhóli, en
áfram verður haldið í ár í áttina
að Artúnum.
Haldið var áfram rafvæðingu í
Svartárdal og línan nú komin að
fremsta bænum Fossum, en náði
áður að Hóli.
Þrátt fyrir allar þessar endur-
bætur á flutningskerfunum hafa
miklar og víðtækar truflanir á
raforkuflutningi orðið hér í vetur.
Þar eiga veðurguðirnir stærstan
hlut að máli.
27. desember sl. gerði mikið
suðvestan áhlaup með eldingum,
ísingu og mjög mikilli seltu um
allt svæðið. 16. febrúar sl. gerði
svo suðvestan fárviðri. Því fylgdi
einnig töluverð selta. í þessum
veðrum má segja að öll flutn-
ingskerfin í Húnavatnssýslum
hafi fengið að reyna flest allt það
versta sem á þau kann að reyna.
Allt á sama tíma.
Það olli miklum erfiðleikum
hversu víðtækar bilanir og trufl-
anir voru, en ekki síst hve hættu-
legar aðstæður sköpuðust fyrir
viðgerðarmenn, þar sem um eld-
ingar og mjög mikla seltu var að
ræða. Meðan veðrið stóð yfir
gögnuðu aðgerðir lítið því að á