Húnavaka - 01.05.1981, Page 173
HÚNAVAKA
171
meðan selta barst á línurnar var
útleiðsla svo mikil, að þær tolldu
ekki inni. Það var ekki fyrr en
veðrinu slotaði að hreinsun á
einangrurum gagnaði eitthvað.
Margir voru vantrúaðir á að
selta gæti verið fram um inn-
sveitir Norðurlands, en stað-
reyndin var sú um allt Norður-
land í þetta sinn. Var það meðal
annars staðfest í Kröflu. Þar var
einnig suðvestan og vestan átt.
í febrúarveðrinu var töluvert
um staurabrot, línuslit og
spennabilun um allt héraðið,
bæði á stofnlínum’og dreifilinum.
Hingað til hefur verið talið að
þetta landsvæði væri nokkuð vel
sett gagnvart varaafli þar sem
möguleikar eru á fæðingu bæði
að sunnan og norðan eftir
Byggðalínunni. Reyndin var hins
vegar sú nú í fárviðrinu að
Byggðalínan bilaði á nokkrum
stöðum svo að um tíma var
Norðurland vestra algjörlega slit-
ið frá öðrum landshlutum, með
um 40% varaafl i disel- og vatns-
afli, sem þó nýtist aldrei að fullu.
Samband komst nokkuð snemma
á Byggðalínuna norður, en
skömmtun var þó töluverð áfram
vegna þess að aflskortur er einnig
á Norðurlandi eystra og Austur-
landi, þótt minni sé. Þetta undir-
strikar það að Blönduvirkjun,
sem tvimælalaust er hagkvæm-
asti virkjunarkosturinn í dag fyrir
þjóðarheildina, er bráðaðkall-
andi fyrir þetta byggðarlag og
raunar Norðurland allt og meira
að segja aðra landshluta s.s.
Vesturland, Vestfirði og Austur-
land, vegna öryggissjónarmiða.
Norðurland vestra er það svæði
á landinu sem er langverst sett
með eigið varaafl. Það er því
einnig réttlætismál að Blöndu-
virkjun verði valin sem næsta
stórvirkjun í landinu.
En úr því að ég er farinn að
minnast á Blönduvirkjun væri
ekki úr vegi að líta aðeins á stöðu
þeirra mála, enda ber það hæst
allra raforkumála héraðsins í dag.
Síðastliðið sumar fól iðnaðar-
ráðherra Rafmagnsveitum ríkis-
ins að þjóna hlutverki virkjunar-
aðila Blönduvirkjunar og Fljóts-
dalsvirkjunar. Jafnframt skipaði
hann ráðgjafanefnd sem m.a. á
að leita lausnar á þeim deilum
sem uppi hafa verið um virkjun-
artilhögun.
Nefndarmenn og sérfræðingar
fóru um virkjunarsvæðið í sumar
og áttu síðan viðræður við við-
komandi hreppsnefndir að
Húnavöllum og í Varmahlíð.
Rafmagnsveitur ríkisins gáfu
út bækling í október sl. sem
nefnist „Kynning á Blöndu-
virkjun“ og var honum dreift um
héruð. Þann 7. desember sl. boð-
uðu svo Rafmagnsveiturnar til
almenns fundar i Húnaveri þar