Húnavaka - 01.05.1981, Page 174
172
HÚNAVAKA
sem virkjunartilhögun var kynnt
heimamönnum. Þann fund sóttu
um 400 manns.
Eiginlegar viðræður milli
landeigenda og virkjunaraðila
hófust 28. jan. sl. á Blönduósi.
Síðan hafa verið tveir viðræðu-
fundir í Reykjavík dagana 11. og
12. febr., þegar þetta er skrifað.
Viðræðum verður haldið áfram
og reynt að fá úr því skorið sem
fyrst, hvort samstaða næst um
virkjunartilhögun.
Ýmsir aðilar hafa látið málið
til sín taka s.s. Fjórðungssamband
Norðlendinga, sýslunefndir og
flestar hreppsnefndir í kjördæm-
inu, með samþykktum og álykt-
unum, ýmis félagasamtök og
undirskriftalistar hafa gengið um
héruð.
Það er greinilegt að mjög mikill
áhugi er fyrir málinu hér heima
fyrir. Enda er hér um mjög mik-
ilvægt mál að ræða fyrir heima-
menn, en ekki síður þjóðarheild-
ina.
Það er ósk mín og von að ekki
verði stigin fleiri víxlspor í orku-
málum þjóðarinnar og þetta mál
megi fá friðsæla og farsæla lausn,
öllum til heilla.
Sigurður Eymundsson.
FRÁ KIRKJUNNI.
2. mars, á Æskulýðsdegi Þjóð-
kirkjunnar, fór fram fjölmenn
æskulýðsguðsþjónusta á Blöndu-
ósi. Sr. Hjálmar Jónsson á Ból-
stað annaðist messuna í forföllum
sóknarprests.
28. mars var kirkjukvöld i
Blönduóskirkju. Sr. Hjálmar
Jónsson flutti ávarp, Jóhann Már
Jóhannsson, bóndi í Keflavík,
söng einsöng. Sr. Pétur Þ.
Ingjaldsson prófastur og Jón Is-
berg sýslumaður fluttu ræður og
kirkjukór Blönduóskirkju söng
undir stjórn frú Solveigar Sövik.
17. júní fór fram þjóðhátíðar-
messa í Blönduóskirkju. Skátar
gengu í skrúðgöngu undir fánum
til kirkju. Fjölmenni var.
28. sept. hófst sunnudaga-
skólastarfið við Blönduóskirkju.
Að venju fór fram verðlaunaaf-
hending fyrir góða ástundun. Að
þessu sinni hlutu viðurkenningu
merki Æ.S.K. systkinin Einar
Logi, Sigríður og Iðunn, börn
kennaranna Vignis Einarssonar
og Aðalbjargar Ingvarsdóttur,
Brekkubyggð 34, Blönduósi.
15. des. var Aðventukvöld
haldið á Héraðshæli A.-Hún. og
hófst með helgistund er sóknar-
prestur annaðist. Guðmundur
Jósafatsson frá Brandsstöðum
flutti jólafrásögu og að lokum var
sýnd kvikmynd frá Moss, vinabæ
Blönduóss í Noregi. Á. S.