Húnavaka - 01.05.1981, Side 181
HÚNAVAKA
179
tilefni af ári trésins 1980. Fleiri
gjafir bárust félaginu í peningum
og vinnu á árinu.
Aðalfundur félagsins var hald-
inn í Félagsheimilinu á Blönduósi
9. maí. Sigurður Blöndal skóg-
ræktarstjóri mætti á fundinum og
hélt erindi um skrúðgarðarækt,
sýndi litskyggnur og svaraði fyr-
irspurnum fundarmanna.
í stjórn félagsins voru kjörnir:
Haraldur Jónsson, form., sr. Árni
Sigurðsson, ritari, Þormóður Pét-
ursson, gjaldkeri, og meðstjórn-
endur Valgerður Ágústsdóttir og
Sigurður Kr. Jónsson.
Á. S.
BRÚÐKAUP Á HVERAVÖLLUM.
Laugardaginn 20. september
1980 fór fram all óvenjuleg at-
höfn á Hveravöllum á Kili. Sr.
Hjálmar Jónsson, prestur á Ból-
Hjónavígsla á Hveravöllum. Ljósm. Unnar.
stað, gaf saman þau Bergrúnu
Gunnarsdóttur, ættaða úr
Reykjavík, og Gunnar Pálsson,
en hann er austfirskrar ættar. At-
höfnin fór fram í veðurathugun-
arhúsinu, en brúðhjónin sjá um
veðurathuganir á Hveravöllum.
Gestir í brúðkaupinu voru milli
20 og 30, austan af fjörðum, úr
Reykjavík og Húnavatnssýslu.
Einn förunautur prests var hinn
alkunni söngstjóri Jón Tryggva-
son í Ártúnum. Hafði hann með-
ferðis nótnasöngbækur og tón-
kvíslar. Þegar á Hveravelli kom
safnaði hann saman nokkrum
gestanna og æfði með þeim við-
eigandi sálma. Töldu menn að
þar hefði verið stofnaður fyrsti
kirkjukór Hveravalla.
Unnar.
FRÁ TÓNLISTARFÉLAGI A.-HUN.
Á síðastliðnu ári efndi félagið til
tvennra tónleika. 27. apríl, síð-
asta dag Húnavöku, komu fjórir
einsöngvarar úr Reykjavík, þau:
Elín Sigurvinsdóttir, Rut
Magnússon, Friðbjörn G. Jóns-
son og Halldór Vilhelmsson.
Sungu þau í félagsheimilinu á
Blönduósi við undirleik Jónasar
Ingimundarsonar, sem einnig lék
einleik á píanó.
Tónleikarnir voru vel sóttir á
húnvetnska vísu og mjög rómaðir
af áheyrendum.