Húnavaka - 01.05.1981, Page 184
182
HÚNAVAKA
völlum. Þar komu fram 30 af
nemendum skólans. Þá fóru
einnig fram skólaslit og voru
nemendum afhentar einkunnir.
Verðlaun, sem Samband aust-
ur-húnvetnskra kvenna gaf voru
afhent og hlutu þau:
Anna Sveinsdóttir Blönduósi.
Ásgeir Jónsson Ártúnum.
Kristín Jónsdóttir Skaga-
strönd.
í skólanefnd eru: Valgarður
Hilmarsson, Fremstagili formað-
ur, Jónas Tryggvason, Blönduósi
gjaldkeri og Hjördís Berndsen,
Skagaströnd, ritari.
Solveig.
EDDUHÓTEL á blönduósi.
Mikið ófremdarástand var að
hafa ekki hótel starfandi á
Blönduósi. Þetta leystist þó þegar
stofnað var hlutafélagið Hótel
Blönduós h.f. sem keypti gamla
hótelið og endurnýjaði. Hluthaf-
ar eru Blönduóshreppur, sýslu-
sjóður, Kaupfélag Húnvetninga
og Arnarflug. Þess var farið á leit
við Ferðaskrifstofu Ríkisins að
hún tæki að sér uppbyggingu
hótelsins. Samningur var gerður
til 21/2 árs. Eftir töluverðar lag-
færingar var það opnað 20. júni
1980. Talsverð gisting var sl.
sumar en fremur lítil i vetur, enda
eru veturnir alltaf erfiðir í hótel-
rekstri. Flestar nætur er þó ein-
hver gisting, þannig að augljóst er
Hótel Blönduós. Ljósm. Unnar.
að þessi þjónusta þarf að vera
fyrir hendi. Reynt hefur verið að
bæta reksturinn á þessu erfiða
tímabili með því að bjóða upp á
aðstöðu fyrir árshátíðir og veislur
auk fundaraðstöðu. Einnig hefur
verið boðið upp á ýmsar nýjungar
til þess að auka aðsókn fólks. Má
þar t.d. nefna Þorradag, mynda-
kvöld, bolludag og veislukvöld
hótelsins. Ráðgert er að áfram-
hald verði á þessu næsta vetur.
Bókanir fyrir sumarið lofa góðu.
Sigurgeir.
FRÁ TREFJAPLASTI.
Trefjaplast flutti í nýtt húsnæði
um áramótin 1979 og 1980.
Framleiðslan stórjókst og þá um
leið batnaði afkoma fyrirtækisins.
Mest var framleitt af laxeldiskör-
um fyrir Pólarlax h.f., Hólalax
h.f. og Fiskeldi h.f. Er útlitið nú
tiltölulega gott, en samkeppni er
hörð í þessari iðngrein og óvægi-
lega barist.
Nú er nokkur eftirspurn eftir