Húnavaka - 01.05.1981, Page 186
184
HÚNAVAKA
voru 166. Safngestir á árinu urðu
2503.
Bókaverðir og safnstjórn þakka
viðskiptin á árinu og hvetja
Húnvetninga til að hlúa að og
notfæra sér þessa menningar-
stofnun.
Sig. Þ.
FRÁ NORRÆNA FÉLAGINU
í A-HÚN.
Starfsemi Norræna félagsins var
allmikil á árinu. Formaður
félagsins sótti vinabæjamót í
Nokia í Finnlandi, er fram fór
dagana 5.-8. júní. Voru þar
mættir fulltrúar frá öllum vina-
bæjum Blönduóss bæði frá Nor-
rænu félögunum og sveitar-
stjórnum. Ákveðið var að næsta
vinabæjamót fari fram í Horsens
í Danmörku sumarið 1984.
Þann 30. ágúst var aðalfundur
Norræna félagsins í A.-Hún.
haldinn í Félagsheimilinu á
Blönduósi. Formaður flutti
skýrslu félagsstjórnar og sagði
m.a. frá vinabæjamótinu í
Nokia í Finnlandi. Formaður
Norrænu félaganna á íslandi,
Hjálmar Ólafsson, sótti fundinn
og sagði frá Grænlandsferð og
s)'mdi litskyggnur. I sambandi við
aðalfundinn var opnuð sýning í
Félagsheimilinu á teikningum
skólabarna á aldrinum 10-11 ára
frá öllum vinabæjunum,
Horsens, Moss, Karlstad, Nokia
og Blönduósi, en sýningin hafði
áður verið haldin í hinum v'ina-
bæjunum við mjög góða aðsókn.
í stjórn Norræna félagsins í
A.-Hún. voru kjörin: sr. Árni
Sigurðsson, form., Björn Sigur-
björnsson skólastjóri, ritari, frú
Aðalbjörg Ingvarsdóttir kennari,
gjaldkeri, og meðstjórnendur
Sigurður Pétursson dýralæknir
og frú Birna Blöndal, Skaga-
strönd.
Dagana 21.-22. október heim-
sóttu Blönduós hjónin Jens Peter
Fredriksen, flautuleikari og kona
hans Bodil Fredriksen, rithöf-
undur, frá Horsens í Danmörku.
Jólatré á Blönduósi sem er gjöf frá vinabanum
Moss í Noregi.