Húnavaka - 01.05.1981, Page 187
HÚNAVAKA
185
Stóð stjórn Norræna félagsins
fyrir móttöku þeirra. Hélt Jens
Peter flaututónleika með undir-
leik konu sinnar fyrir nemendur
og kennara Grunnskólans á
Blönduósi og Húnavöllum. En
um kvöldið heimsóttu þau elli-
deild Héraðshælisins og héldu
þar tónleika. Fengu þau hvar-
vetna góðar viðtökur. Bodil
Fredriksen rithöfundur heimsótti
Grunnskólana á Blönduósi og
Húnavöllum og ræddi við nokkra
nemendur, en hún vinnur nú að
bók um unglinga ,á Norðurlönd-
um.
Þann 27. nóvember fór fram
skemmtikvöld Norræna félagsins
i Félagsheimilinu á Blönduósi, en
þar flutti m.a. Vignir Einarsson
kennari erindi um Norræna
málaárið 1980. Kvikmynd frá
vinabænum Moss i Noregi um
250 ára afmæli bæjarins var sýnd.
Að lokum ræddi formaður um
norrænt samstarf. Fundarmenn
þágu kaffiveitingar í boði félags-
ins.
Þann 14. desember var kveikt á
jólatrénu, er vinabærinn Moss í
Noregi sendi Blönduósbúum í
annað skipti. Formaður Norræna
félagsins, sr. Árni Sigurðsson, af-
henti tréð fyrir hönd gefenda, en
oddviti Blönduóshrepps, Hilmar
Kristjánsson, veitti trénu viðtöku
fyrir hönd bæjarbúa. Fúðrasveit
Blönduóss lék jólalög undir stjórn
Jóhanns Gunnars Halldórssonar.
Margt bæjarbúa var viðstatt at-
höfnina er fram fór í góðu veðri.
Á. S.
ÍBÚAFJÖLDI I HÚNAVATNS-
SÝSLU 1. DESEMBER 1980.
Staðarhreppur 138
Fremri-Torfustaðahreppur 90
Ytri-Torfustaðahreppur 262
Hvammstangahreppur 588
Kirkjuhvammshreppur 161
Þverárhreppur 147
Þorkelshólshreppur 200
Ashreppur 144
Sveinsstaðahreppur 119
Torfalækjarhreppur 130
Blönduóshreppur 923
Svínavatnshreppur 156
Bólstaðarhlíðarhreppur 177
Engihliðarhreppur 114
Vindhælishreppur 72
Höfðahreppur 644
Skagahreppur 91
Alls voru því íbúar í Húna-
vatnssýslu 4156, þar af 1586 í V,-
Hún. og 2570 í A.-Hún.
UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN.
Reynir s.f. Blönduósi er umboðs-
og heildverzlun stofnuð 29. okt-
óber 1974 af Hallbirni R.
Kristjánssyni og Eggert Guð-
mundssyni á Blönduósi. Tilgang-
ur fyrirtækisins er umboðs- og
heildverslun, inn- og útflutning-
ur, svo og lánastarfsemi. Fyrsta