Húnavaka - 01.05.1981, Page 189
HÚNAVAKA
187
endur og þrír ökumenn bifhjóla
lentu í óhöppum í umferðinni.
Ökumenn, sem teknir voru fyrir
meinta ölvun við akstur, voru
tuttugu og fjórir og er það mjög
svipuð tala og verið hefur und-
anfarin ár. Skráðar gistingar í
fangageymslu lögreglunnar voru
fjórtán á árinu og er það heldur
lægri tala en oft hefur verið á
undanförnum árum. Þá fékk lög-
reglan radar til að mæla hraða
ökutækja, voru allmargir öku-
menn sektaðir fyrir of hraðan
akstur.
Þá fékk lögreglan nýja bifreið á
árinu og er hún staðsett á
Hvammstanga.
Heldur virðist þróunin vera í
þá átt að þeim málum fari fjölg-
andi sem til lögreglunnar koma
ár frá ári og er aukningin mest á
ýmiss konar skemmdarverkum.
Frímann.
BJÖRGUNARSTÖÐ 1 NOTKUN.
A liðnu ári barst björgunarsveit-
inni engin tilkynning um stór
óhöpp, en í nokkrum tilfellum
var óskað eftir aðstoð, sem fáir
menn gátu leyst af hendi með
tækjum sveitarinnar. Aðallega
var þar um að ræða notkun bíls
eða slöngubáts, t.d. þurfti í þrjú
skipti að nota bátinn til hjálpar
mönnum sem höfðu lagst til
sunds eða reynt að vaða Blöndu.
Aðalverkefni sveitarinnar voru
því þau sömu og á liðnum árum,
eftirlit og viðhald Sandárbúðar
jafnframt því að vegastikur á
Auðkúluheiði eru endurnýjaðar
eftir þvi sem þörf krefur. Til fjár-
öflunar voru ýmsar leiðir farnar
eins og áður, þar eru þrír liðir
stærstir, þ.e.: torfæruakstur,
gluggabingó og raekjuvinnsla.
Verslunin Vísir s.f. á Blönduósi
gaf helming bingóvinninganna á
móti björgunarsveitinni og
Matthías Sigursteinsson gaf
rækjuróður á báti sínum mb.
Húnavík HU 38. Aflinn var síðan
unninn í Særúnu h.f. Björgunar-
stöð sveitarinnar er nú allvel á
veg komin, og þegar þetta kemur
fyrir augu lesenda verður vænt-
anlega búið að taka stöðina í
notkun að hluta til. Hús sem
þetta kostar umtalsverða upp-
hæð, þótt öll vinna björgunar-
sveitarmanna sé unnin án endur-
gjalds. Á næstunni þarf að skipta
um öll fjarskiptatæki, vegna stór-
felldra breytinga sem verið er að
gera um land allt. Kostnaður sem
því fylgir er ekki fyrirsjáanlegur
nú, þó er hægt að giska á að það
kosti sveitina 100-200 þúsund
krónur (nýkr.) Að endingu vil ég
færa öllum sem stutt hafa björg-
unarsveitina Blöndu á einn eða
annan hátt okkar bestu þakkir og
kveðjur.
Gunnar Sig.
L